Eru efri mörk á útlögðum viðgerðarkostnaði án eftirlits?

 • Eignalegan er með staðlað í þjónustunni hjá sér að flokka viðgerðir eða minna viðhald sem kostar samtals minna en 25.000 kr m. vsk. í hverjum mánuði, á þann veg að ekki þarf að biðja um leyfi eða láta eiganda vita fyrirfram þegar farið er í viðhald/viðgerðir sem kosta undir 25.000 kr m. vsk.
 • Ef það t.d. brotnar stormjárn á opnanlegu gluggafagi, förum við og gerum við það. Eigandi fær svo senda skýrslu um hvað var gert og meðfylgjandi reikning fyrir útlögðum kostnaði og vinnu.
  • Auðveldlega er hægt að hafa þetta 0 kr og þá aðhefst Eignaleigan ekki neitt nema eigandi hefur verið látinn vita.
   • Dæmi: Viðgerð upp á 20.000kr m. vsk hefur farið fram og eigandi var ekki látinn vita, en seinna í sama mánuði kemur upp annað verk sem er áætlað 20.000kr m. vsk. Þá er eigandi látinn vita (þ.e.a.s. ef eigandi hefur óskað eftir því að viðmiðið sé lægra en 40.000kr / mánuði, á hverja eign) áður en eitthvað er gert í verki nr. 2 þennan mánuðinn.
  • Viðmiðið er hægt að sérsníða að þörfum hvers og eins, þó hámarkið verði þó aldrei meira en 50% af heildar mánaðarlegri innkomu af eignum eiganda sem Eignaleigan er með í umsjón
   • Dæmi: Eigandi er með 10 eignir í rekstri hjá Eignaleigunni, þar sem hver eign er með 100.000 kr/mánuði í leigutekjur. Samanlagður viðhaldskostnaður smærri verka án þess að biðja eiganda um leyfi fyrirfram til að fara í það viðhald gæti þá verið að hámarki 500.000 kr/mánuði.
 • Hefur Eignaleigan sitt eigið viðhalds- / viðgerðarteymi?
  • Já, Eignaleigan vísar þó bæði á meistaralærða fagaðila ef þörf er á, en býður líka eigendum upp á innanhúss aðila sem geta gengið í öll smærri störf.