Hvað er útleigugjald Eignaleigunnar? ( 0 kr )

  • Það er ekkert útleigugjald nema fasta mánaðarlega rekstargjaldið fyrir þjónustu Eignaleigunnar.
    • Við viljum bjóða eiganda að þurfa ekki að greiða stóran reikning fyrir að finna leigjanda og allri vinnunni sem fylgir því að reka fasteign, svo hægt er að hugsa útleigugjaldið í raun sem hluta af rekstargjaldinu.
  • Inn í rekstrargjaldi Eignaleigunnar er öll vinna við að auglýsa eignina, sýna eignina, fara í gegnum umsóknir, velja álitlegustu umsækjendurna, sjá til þess að tryggingaféð sé greitt, mánaðarlegar innheimtur og fjárhagsleg eftirfylgni, ásamt þrifum milli leigjenda, og viðgerðum milli leigusamninga.
  • Innifalið í rekstrargjaldinu er öll vöktun og móttaka á fyrirspurnum leigjenda utan skrifstofutíma og mat á hve áríðandi atriðin eru svo þú þurfir ekki að vera að vakta emailið þitt eða síma.
  • Rekstrargjaldið veitir þér einnig niðurgreitt sumarhúsaeftirlit ásamt aðgang að afsláttarkjörum samstarfsaðila okkar. Svona mætti lengi telja, en fyrir önnur sérstök atriði er vísað í gildandi verðskrá hvers tíma.