Tryggingafé?

 • Tryggingafé frá leigjanda
  • Bankaábyrgð frá viðskiptabanka Leigjanda er algengasta fyrirkomulagið.
  • Mismunandi eftir eigendum, en við getum innheimt það og geymt á vörslureikning Eignaleigunnar óski eigandi eftir því.
 • Hversu mikið er innheimt í tryggingarfé?
  • Greiðslufyrirkomulag Eignaleigunnar er að leigjandi greiðir 2 mánuði fyrirfram, og framvísar bankaábyrgð fyrir 1 mánuð í tryggingu.
  • Annars samkvæmt lögum er leyfilegt tryggingafé 1-3 mánaða leiga, en það er unnið í samvinnu með eiganda og fer eftir eignum. 
 • Eignaleigan staðfestir við eiganda innágreiðslu tryggingafés frá leigjanda.
 • Hversu fljótt er tryggingafé endurgreitt við lok leigusamnings?
  • Innan 4 vikna frá lokum leigusamnings. Oftast nær samstundis ef allt er í lagi við afhendingu eignar í lok leigusamnings.
   • Ef talið er að skemmdir séu á eign við lok leigusamnings er gerð krafa í tryggingaféð innan 4 vikna frá lokum leigusamnings, og áður en tryggingaféð er endurgreitt.
 • Hver eru mörkin fyrir því að ganga í tryggingafé?
  • Gott er að reikna með almennu sliti á eigninni á hverju leigutímabili. Ef leigutímabil hefur verið langt, eða þegar nokkur leigutímabil hafa liðið, er mjög líklegt að þurfi að mála eignina þó það sé hægt að spastla og bletta eign ef um eitthvað smávægilegt er að ræða. Tryggingaféð er ekki hugsað til þess að greiða fyrir málningu á eigninni ef það er hreinlega kominn tími á að “fríska upp á” eignina.
  • Annars er mjög mikilvægur hluti af þjónustu Eignaleigunnar að taka myndir af eigninni fyrir og eftir hverja útleigu svo bæði eigandi og leigjandi hafi myndir og myndband af eigninni til staðfestingar á ástandi.
   • Ef það eru vankantar sem Eignaleigan veit af í eigninni áður en leigjandi tekur við henni segir Eignaleigan leigjandanum frá því við skoðun, en annars hefur leigjandi 2 virka daga eftir afhendingu og skoðun á eigninni að benda á eitthvað sem yfirfórst við skoðunina og er sannarlega ekki hans sök.