Stærri verkefni – nokkrar spurningar

 • Tekur Eignaleigan að sér verkefnastýringu og eftirlit með stærra viðhaldi / viðgerðum?
  • Já, Eignaleigan heldur utan um og sinnir öllum samskiptum við verktaka fyrir hönd eiganda, til að tryggja að verkið vinnist á sem stystum og bestum tíma til að lágmarka þann tíma sem eignin er í viðhaldi.
  • Kostnaður verkefnastýringu er 10% af heildarkostnaði verkefnis.
 • Sér Eignaleigan um að óska eftir tilboðum í verk fyrir hönd eiganda?
  • Já, Eignaleigan óskar alltaf eftir tilboðum í öll verk sem við sjáum um. Viðmiðið okkar er þrjú tilboð eða fleiri í verkefni sem eru líkleg til að kosta 500.000kr eða meira.
 • Er Eignaleigan með góð kjör hjá iðnaðarmönnum og verktökum?
  • Já, við erum með góð kjör hjá iðnaðarmönnum sem við kjósum að vinna með, en útboðin sinna samt nauðsynlegu kostnaðaraðhaldi og sér til þess að hægt er að fara einungis eftir kostnaði ef eigandi kýs það. Við förum hinsvegar ekki einungis eftir verði í okkar mati á iðnaðarmönnum heldur horfum við mikið til áreiðanleika og hve vel þeirra tíma- og kostnaðaráætlanir hafa staðist áður.
 • Tekur Eignaleigan þóknun vegna viðskiptakjara?
  • Nei. Afsláttarkjör Eignaleigunnar fara beint til eiganda, enda fær eigandi frumrit allra reikninga þar sem afsláttur er tilgreindur ef nýtt eru viðskiptasambönd Eignaleigunnar.