Hvað með eftirlit og skoðanir á eignunum mínum?

 • Við framkvæmum reglubundið eftirlit með eignum (að innan og utan) ef óskað er eftir.
  • Þá fylgjumst við með hvort það þurfi að sinna viðhaldi, bæði brýnar óvæntar viðgerðir sem og venjubundið viðhald.
 • Við tökum myndir og myndbönd af eignum fyrir og eftir hvern leigusamning til staðfestingar á ástandi eignar, og sendum eiganda og leigjanda afrit af öllum þeim gögnum.
 • Við sendum yfirlitsskýrslur til eiganda í kjölfar skoðana.
  • Bústaða- og heilsárshússeftirlit: Eignaleigan sinnir viku- og mánaðarlegum skoðunar- og eftirlitsferðum í bústaði og heilsárshús til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi.
   • Við gerum sérsniðinn gátlista með eiganda fyrir hverja eign um hvað þarf að skoða hverju sinni.
   • Við förum svo á staðinn, og athugum hvort allt sé í samræmi við forskrift gátlista eigandans (T.d. drögum fyrir glugga ef það hefur gleymst, athugum hvort það sé skrúfað fyrir vatn sem á að vera skrúfað fyrir, eða hvort allir gluggar séu lokaðir osfrv.).
  • Bústaða- og heilsárshússeftirlit er í boði fyrir alla.
   • Viðskiptavinir með eignir í rekstri hjá Eignaleigunni fá þó afslátt á þessari þjónustu.