Reglur um umgengni inn í leigðar eignir

  • Það er aldrei farið inn í eignir til þess að sinna viðhaldi án þess að eftirfarandi hafi átt sér stað:
    • Leigjandi hefur að öllum líkindum haft samband við Eignaleiguna og látið vita af einhverju atriði sem þarf að huga að.
    • Eignaleigan hefur samband við eiganda og lætur vita að verktaki eða viðhaldsteymi Eignaleigunnar muni fara í ákveðna eign til að sinna viðhaldi/viðgerðum. Ef fullt umboð er til staðar er Eignaleigunni frjálst að sleppa þessu ef ekki næst í eiganda, ef viðgerðin er innan gefinna útgjaldamarka sem eigandi ákveður.
    • Næst er haft samband við leigjanda til að láta vita hvenær áætlað er fara í viðhaldið/viðgerðirnar.
  • Aldrei er farið inn í eign til að sinna viðhaldi/viðgerðum nema búið sé að ræða við leigjandann sem er með eignina á leigu hverju sinni.