Hverjir eru ávinningar eiganda?

 • Minna stress
  • Í langtímaleigu myndum við fjarlægð á milli eiganda og leigjanda, svo eigandi þarf aldrei að hitta leigjendurnar nema hann óski eftir því. Við sjáum um öll samskipti við leigjanda, en sum samskipti við leigjendur geta skapað kvíða hjá eiganda.
  • Eigendur þurfa aldrei að eiga von á því að fá símtöl um miðja nótt vegna neyðartilvika, standa í innheimtu, bera fólk út úr eignum, fara í gegnum tugi/hundruði leiguumsókna, fylgjast með því hvort leigan sé komin inn á bankareikning og önnur pappírs- eða viðgerðarvinna sem er í kringum útleiguna.
 • Meira frelsi
  • Eigandinn getur ráðstafað fríi og vinnu eins og hann vill þar sem hann hefur fagaðila sem sér um allan rekstur á eigninni.
  • Engin þörf er á að eigandinn búi á Íslandi. Ísland getur verið góður fjárfestingarkostur, og því margir sem sjá hag sinn í því að fjárfesta hér þó þeir búi ekki á Íslandi.
 • Sinntu þinni kjarnastarfsemi – Góð fyrirtækjalausn
  • Fyrir fjárfesta og fyrirtæki er tíma þeirra oftast betur varið í að sinna kjarnastarfseminni frekar en að reka fasteignirnar sem vinna fyrir þá til að stuðla öryggi og eignamyndun. Eignaleigan er því góður kostur fyrir fyrirtæki og fjárfesta til að sjá um rekstur eigna þeirra, hvort sem það er langtímaleiga eða ferðamannaleiga, eða blanda þessara tveggja rekstrarleiða.