Hver er ávinningur minn í öryggi og reynslu Eignaleigunnar?

 • Eignaleigan hefur viðamikla reynslu í útleigu eigna, veit hvað ber að varast, og hefur reynslu af því að velja góða leigjendur.
 • Öruggari leigugreiðslur með skilvirkri eftirfylgni og innheimtu. Eigandi fær strax að vita ef Leigjandi er seinn með greiðslur, en þarf ekki að standa í innheimtunni sjálfur eða vakta bankareikninginn og bíða greiðslunnar. Hann er mjög vel upplýstur um stöðu mála og látinn vita þegar greiðsla kemur inn á reikning Eignaleigunnar ef seinkun verður á leigugreiðslu.
 • Þú þarft ekki að fara yfir tugi eða hundruði umsækjenda – Eignaleigan fer í gegnum allar umsóknirnar og velur þá sem hún telur henta best hverri eign, sinnir bakgrunnsskoðun ef þörf þykir og lætur þá sem ekki koma til greina vita þegar eigninni hefur verið komið í útleigu.
 • Af hverju ég að treysta Eignaleigunni til að velja bestu leigjendurna?
  • Það er Eignaleigunni (og eiganda sérstaklega) í hag að að finna góða leigjendur sem leigja til langs tíma, þar sem það getur kostað töluverða vinnu og tekjutap á milli leigusamninga, ásamt öðrum beinum kostnaði við hverja skiptingu á leigjanda (nýjar skrár í hurðir, viðgerðir og málningarumferð(ir) á íbúðina ofl.).
  • Ef Eignaleigan velur leigjendur sem ganga illa um, borga seint og illa, eða eru með ónæði, eykur það vinnu Eignaleigunnar og óánægju eigandans sem stofnar viðskiptasambandi Eignaleigunnar og eigandans í hættu, ásamt framtíðar viðskiptasamböndum vegna slæms umtals um þjónustu Eignaleigunnar.
 • Hætta er á að ef eigandi er ekki kunnugur nýjustu húsaleigulögum hverju sinni, og þeim lagalegu úrræðum til að verja hans hag, að rangar ákvarðanir séu teknar þegar á reynir, fyrir utan þann tíma sem eigandi þarf að eyða í að kynna sér húsaleigulög og viðurlög. Eignaleigan vinnur náið með Thor Lögmönnum ehf., sem nýtist eiganda í ákvarðanatöku og öllum rekstri er varðar eignina hans. Þetta þýðir fyrir eigandann: 
  • Réttustu ákvarðanir teknar hverju sinni á sem skemmstum tíma
  • Óvissa lágmörkuð ef koma upp vafaatriði
  • Hann eyðir engum tíma í óþarfa
 • Styttri tími án leigjanda. Eignaleigan aðstoðar við eftirfarandi atriði sem geta haft áhrif á hversu lengi tekur að ná leigjanda.
  • Bæta og undirbúa eignina fyrir útleigu
  • Bera saman við sambærilegar eignir, svo besta mögulega verðið sé í boði.
   • Of hátt verð og eigandi bíður of lengi með að lækka (Dæmi: Það tekur 200þús kr. eign 20 mánuði að borga til baka tapið ef verðið er 10þús kr of hátt fyrir markaðinn og íbúðin stendur tóm í 1 mánuð.)
    • Dæmið hér að ofan í tölum:
     • Ósveigjanleiki og tregða við að leigja á 210þús, eigandi bíður í 1 mánuð þar til leigan er lækkuð niður í 200þús kr.
     • Leigist út á 200þús kr
     • Tap í leigu: 1 mánuður = 200þús kr.
   • Of lágt verð og það getur tekið eiganda jafnvel lengri tíma en 1-2 ár að vinna það tap til baka, sérstaklega ef um ótímabundinn samning er að ræða. 
 • Aðstoð við markaðssetningu eigna.
  • Ef Eigandi kýs að notast við aðrar leiðir aukalega við þau auglýsingarúrræði sem Eignaleigan notast við, þá vinnum við alltaf með eigandanum. Eignaleigan getur séð um að senda auglýsingar inn á aðra miðla ef við teljum að eignin henti markhóp sem nýtir sér ekki okkar vefsíður til að leita að eignum. Þetta vinnum við samhliða eiganda svo hann er fullupplýstur um hvernig eignin er auglýst, hvar hún er auglýst og hvort það verði einhver kostnaður af auglýsingum utan vefsíðna Eignaleigunnar áður en sá kostnaður kemur til.