Hjálpið þið við ákvörðun á útleiguverði?

 • Við ræðum við eigendur um verð á sambærilegum eignum á sama/svipuðu svæði til að sem réttast leiguverð fáist fyrir eignina hverju sinni.
 • Ef við sjáum eitthvað sem hægt er að lagfæra með litlum tilkostnaði sem gæti skilað meiri tekjum bendum við eigendum á það.
 • Við ræðum við eigendur um kosti og galla á mismunandi leigufyrirkomulagi.
  • Hvað þarf að hafa í huga ef eigendur vilja leyfa dýrahald í leigueigninni?
  • Gæti eignin hentað í ferðamannaleigu?
   •  Hver yrði möguleg arðsemi af því rekstrarformi? 
 • Við getum boðið tvíþætt leigufyrirkomulag á eignum.
  • Þegar hæsta verðið fæst í ferðamannaleigu er eignin í ferðamannaleigu
  • Þegar minnsta eftirspurnin og lægsta verðið fæst fyrir eignina í ferðamannaleigu (eða ef heimagistingarleyfið er fullnýtt) er eignin sett í langtímaleigu.