Hvaða úrræði eru þið með gegn leigusvikum?

 • Það er alltaf hætta fyrir hendi með leigusvik ýmiskonar, en til dæmis gæti  óprúttinn aðili reynt að afrita auglýsingar frá Eignaleigunni, auglýsa þær annars staðar, brjótast inn í eignina og hitta mögulega leigjendur, til að svíkja svo út úr þeim t.d. tryggingafé eða annað. Þetta er að sjálfsögðu langsótt, en er alltaf möguleiki að geti gerst og því er gott að hafa hugsað fyrir því áður.
  • Vernd Eignaleigunnar fyrir leigusvikum sem þessum hér að ofan er sú að við auglýsum nær einvörðungu á okkar eigin vefsíðu. Þegar við auglýsum annars staðar, þá er áhugasömum vísað á okkar eigin vefsíðu til að senda okkur umsóknina. Því fara allar fyrirspurnir beint til okkar svo leigjendur og eigendur eru öruggir með að verið sé að tala við rétta aðila.
  • Önnur leigusvik og algengari eru ef aðilar eru að villa á sér heimildir eða greiðslugetu til að komast inn í eign, því það getur reynst erfitt að losna við leigjanda skjótt ef undirritaður leigusamningur liggur fyrir. Það kemur sér illa fyrir eiganda og Eignaleiguna, svo við vöndum mjög valið þegar leigjendur eru valdir.
  • Við staðfestum skilríki umsækjenda og berum saman við umsóknina sem liggur fyrir vegna leigunnar.
  • Eignaleigan óskar alltaf eftir meðmælum fyrri leigusala og haft er samband við þá áður en endanleg niðurstaða liggur fyrir.
  • Við óskum eftir staðfestingu á atvinnu í mörgum tilfellum.
  • Eignaleigan áskilur sér rétt til að skoða leigjendur hjá Credit Info til að meta fjárhagslegan áreiðanleika.