Hvað gerir Eignaleigan þegar leigjandi flytur út?

  • Við förum yfir og skoðum eignirnar eftir hvern leigusamning, tökum myndir (og mögulega myndbönd) til sönnunar á ástandi eignanna.
  • Við fyllum út skýrslu um ástand eignar þegar leigjandi fer úr eign.
    • Eigandi og leigjandi fá afrit af skýrslu, myndum (og myndbandi).
  • Ef óskað er eftir, þá sendum við eiganda og leigjanda kostnaðaráætlun ef einhverjar skemmdir verða á eigninni sem þarf að laga.
  • Við endurgreiðum leigjanda tryggingarfé eða staðfestum við banka að ekki þarf að nota hluta af bankaábyrgð til að greiða fyrir skemmdir.
  • Við ræðum við eiganda og leigjanda ef við teljum þörf á að nota tryggingafé vegna viðgerða sem við teljum að sé ekki eðlilegt slit.
  • Við hreinsum og sinnum reglubundnu eðlilegu viðhaldi á eign milli leigjanda fyrir hönd eiganda (málum eign, spöstlum ef þarf og yfirförum önnur atriði).
  • Við skiptum um skrár á hurðum svo nýjir lyklar séu veittir nýjum leigjendum, sé óskað eftir því.
  • Við auglýsum eignina og komum henni aftur í leigu sem fyrst fyrir hönd eiganda.