Hvað er gert þegar leigjandi flytur inn?

  • Eigandi gefur Eignaleigunni fullt umboð til að skrifa undir leigusamninginn við leigjandann fyrir sína hönd.
  • Við staðfestum innflutningsdag við leigjanda og upplýsum eiganda um allt er innflutningsdaginn varðar.
  • Eignaleigan fer yfir leigusamninginn með leigjanda og skrifar undir fyrir hönd eiganda.
  • Við staðfestum fyrir hönd eiganda að öll skjöl hafi verið rétt undirrituð og af sannarlega réttum aðilum.
  • Við tökum myndir (og mögulega myndbönd) af eign til að færa sönnur á ástandi eignarinnar á afhendingardegi. Í kjölfarið fá bæði eigandi og leigjandi gögnin á tölvupósti.
  • Við staðfestum að leigjandi hafi lagt tryggingafé/bankaábyrgð fram, og afhendum ekki lykla að eign nema allar fjárhagslegar skuldbindingar sem krafist var fyrir leigusamninginn séu staðfestar.