Innanhússskoðanir

 • Innanhússkoðanir eru framkvæmdar á 1, 3,  6 og 12 mánaða fresti, eftir því hvað eigandi vill hafa mikið eftirlit með eigninni. Þó eru 12 mánuðir hámarks tími á milli þess sem Eignaleigan telur að eigendur eiga að láta líða á milli þess sem við skoðum eignina.
  • Þá er haft samband við leigjanda og fundinn tími til að sannreyna að ekkert óeðlilegt slit hefur átt sér stað.
 • Eigandi fær senda skýrslu um skoðunina þegar hún hefur farið fram. Þar er staðfest að ástandið sé í lagi, eða bent á ef eitthvað telst óvanalegt í eigninni.
  • Í innanhússskoðunum eru skoðaðir hlutir eins og:
   • Reykskynjarar – eru þeir í lagi?
   • Gluggar – Eru einhverjir lekar?
   • Leka- eða rakavandamál innan íbúðar?
   • Staðfest að stærri heimilistæki sem fylgja íbúð séu í lagi (Ofn, ísskápur ofl.)
   • Rafmagnsmál – Hefur leigjandi lent í einhverju veseni með rafmagnstengla eða annað tengt rafmagni
   • Ásamt fleiri atriðum