Hvernig fylgist Eignaleigan með viðgerðarbeiðnum frá leigjanda?

  • Allar beiðnir um viðhald eða viðgerðir eru sendar á tölvupósti frá leigjanda til Eignaleigunnar, sem eru áframsendar til eiganda. Þá fær eigandi strax vitneskju um stöðu eignarinnar og hvað þarf að gera.
  • Viðgerðir sem þola ekki bið og eru tilkynntar eftir skrifstofutíma símleiðis, eru skráðar niður og haft samband við Eiganda um málið.
  • Eignaleigan vinnur þannig að leigjandi á ekki að þurfa að senda beiðni um viðgerð oftar en einu sinni. Viðhaldi á að vera sinnt strax, hvort sem það er Eignaleigan sem sér um það eða aðrir aðilar á vegum eiganda.