Hvernig eru viðgerðarbeiðnir og neyðartilvik höndluð?

 • Leigjandi hefur samband við Eignaleiguna símleiðis ef eitthvað kemur upp á (sjá dæmi um neyðartilvik hér að neðan).
 • Þegar neyðartilvik koma upp þar sem leigjandi hefur samband við Eignaleiguna er eigandi alltaf látinn vita strax í kjölfarið.
  • Ef ekki næst í eiganda getur Eignaleigan séð um að ganga í málið til að sjá til þess að viðgerð sé framkvæmd strax ef þörf er á.
   • Neyðartilvik geta verið:
    • Pípulögn brestur og vatn flæðir um íbúðina um helgi eða seint að kvöldi til, eða á vinnutíma ef því er að skipta.
    • Bílskúrshurðaopnari bilar og hurð lokast ekki.
    • Leigjandi læsist úti eða týnir lyklum.
     • Leigjandi greiðir fyrir þessi útköll, ásamt fyrir gerð nýs lykils.
  • Í kjölfar viðgerðar er eiganda send skýrsla um hvað var gert ásamt reikning og útlögðum kostnað.