Hvaða kerfi notar Eignaleigan til að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi?

  • Eftirlitskerfi Eignaleigunnar er á þann máta að sinnt er mánaðarlegum, hálfs árs og árlegum skoðunum á eignum, allt eftir því hve náið eftirlit eigandi vill hafa með eignunum.
    • Eigandi velur skoðunarleið og fær reglubundnar skýrslur í samræmi við þá leið sem farin er.
    • Við skoðun er staðfest að eignin sé í góðu lagi, eða komið með ábendingar á því hvar möguleg þörf á viðhaldi getur komið fram á næstu mánuðum.
  • Eignaleigan kýs að vinna með aðilum sem taka mark á og vilja sinna fyrirbyggjandi viðhaldi, þar sem það er margsannað að gott fyrirbyggjandi viðhald á eignum lágmarkar rekstrarkostnað og hámarkar arðsemina til langs tíma. Skammtímalausnir eru kostnaðarsamar fyrir eiganda og geta einnig valdið óþarfa ónæði hjá leigjanda ef kosið er að “plástra” ástandið í stað þess að takast almennilega á við það á réttum tíma.