Hvað gerist ef leigugreiðslu seinkar?

  • Eignaleigan tilkynnir eiganda strax og leigugreiðslu hefur seinkað frá leigjanda og sér til þess að innheimtubréf er sent til leigjanda.
  • Eiganda er ávallt haldið mjög vel upplýstum ef leigugreiðslu seinkar, og er haldið mjög vel utan um allar seinkanir á leigugreiðslum, öll samskipti við leigjanda er varða greiðsluerfiðleika svo hægt sé að rekja öll samskipti með auðveldum hætti.
  • Eignaleigan sinnir allri innheimtustarfsemi, en færir hana yfir til Thor Lögmenn ehf. ef fara þarf í löginnheimtu. Eigandi ber ekki kostnað af löginnheimtunni nema ef engar kröfur nást, en þá er löginnheimtukostnaðurinn dreginn af því tryggingafé sem er til staðar.
    • Þess ber að geta að áður en farið er í löginnheimtu hefur málið þónokkurn aðdraganda og eigandi er alltaf vel upplýstur um stöðu mála. Ef eigandi kýs að nota önnur innheimtufyrirtæki er frjálst að gera það, en Thor Lögmenn ehf. hefur traust og gott orðspor og kýs Eignaleigan að vinna með þeim.
  • Eignaleigan greiðir leiguna til eiganda í lok hvers mánaðar til að hafa svigrúm til innheimtuaðgerða ef greiðslu seinkar. Eignaleigan innheimtir allan kostnað sem hlýst af greiðslutöfum frá leigjanda ef innheimta næst fyrir greiðsludag leigunnar frá Eignaleigunni til eiganda.