Góðar spurningar til að hafa í huga

 • Hvað kostar að fá Eignaleiguna til að sjá um að leigja eignina út og sjá um reksturinn fyrir mig?
  • Rekstrargjald Eignaleigunnar er 9,5%, án vsk fyrir flestar gerðir langtímaleigueigna. Annars vísast í gildandi verðskrá hverju sinni
  • Rekstrargjald eigna í skammtímaleigu er á bilinu 6%-9,5% án vsk. Annars vísast í gildandi verðskrá hverju sinni.
 • Er Eignaleigan leigumiðlari?
  • Nei, Eignaleigan er ekki Leigumiðlari. Við sjáum um allan rekstur eigna fyrir eiganda og bjóðum þeim að nýta sér okkar kjör sem við höfum náð fram með umfangi okkar í fasteignarekstri.
  • Leigumiðlanir innheimta andvirði 1-3 mánaðar leigu, fyrir utan virðisaukaskatt, fyrir það eitt að finna leigjanda að eigninni þinni.
  • Fyrir eignir í langtímaleigu tekur rekstrarþjónustu Eignaleigunnar að 1-3 ár að jafna kostnaðinn við það eitt að fá Leigumiðlun til að finna leigjanda fyrir þig. Ef leigusamningurinn er ekki endurnýjaður á þeim tíma
 • Kostar það mig eitthvað ef það tekur langan tíma að finna leigjanda? Þ.e. Þarf ég að borga eitthvað ef ég er ekki með neinar tekjur af eigninni?
  • Nei, ef þú færð ekki innkomu af eigninni fær Eignaleigan enga innkomu.
 • Er rekstarþjónustugjaldið sett upp svo það sé hvati fyrir Eignaleiguna að finna góða leigjendur?
  • Já, Eignaleigunni er í mun að finna sem áreiðanlegasta leigjendur að eignunum á sem hagstæðastri leigu, og til langs tíma svo eigandi og Eignaleigan verði fyrir sem minnstu raski og óþarfa áhættu.
 • Hvenær fæ ég leigugreiðslurnar frá Eignaleigunni?
  • Eignaleigan sinnir innheimtu fyrir hönd eiganda, og borgar leiguna í síðasta lagi á seinasta virka degi hvers mánaðar, fyrir mánuðinn sem er að líða.
 • Leigjandi er seinn í greiðslu – Hvað gerist?
  • Um leið og Eignaleigan sér að leigjandi er seinn í greiðslu er eigandi látinn vita.
  • Eignaleigan sér um alla löginnheimtu fyrir hönd eiganda. Komi til frekari innheimtuaðgerða sendir Thor Lögmenn ehf. út viðvaranir og innheimtubréf með tilheyrandi kostnaði fyrir leigjanda. Eigandinn er upplýstur um öll skref innheimtunnar ef greiðslur bregða út frá því er vanalegt telst.
 • Notar Eignaleigan Leigumiðlara?
  • Nei. Eignaleigan auglýsir eignir á eigin vefsíðu, og öðrum vefsíðum, nema eftir öðru sé óskað.
 • Er Eignaleigan með einkarétt á að auglýsa og að sjá um alla útleigu á eigninni minni?
  • Já, ef við eigum að sjá um rekstur eignarinnar þarf Eignaleigan að hafa fullt og óskipt umboð með útleigunni fyrir hönd eiganda.
 • Er hámark á fjölda sýninga sem Eignaleigan hefur fyrir hverja eign?
  • Nei, það er í hag Eignaleigunnar að finna sem besta leigjandann svo við sýnum eignirnar eins oft og þörf þykir, innifalið í rekstrargjaldinu.
 • Hvað er innifalið í skoðun á umsækjendum um eignina?
  • Eignaleigan fer yfir allar umsóknir og hefur samband við þá sem taldir eru bestu kostirnir.
  • Haft er samband við fyrri leigusala eða meðmælendur.
  • Ef þörf krefur, áskilur Eignaleigan sér rétt til að gera bakgrunnsskoðun á leigjanda, og er þá haft samband við Credit Info til að nálgast upplýsingar um leigjanda. Þetta er gert til að verja eiganda og Eignaleiguna fyrir mögulegum greiðsluerfiðleikum leigjanda sem geta haft í för með sér óvænt útgjöld.