Myndið þið fjarlægð milli leigjanda og eiganda?

  • Já, það að leigjandi hafi samskipti við fagaðila sem rekur eignina fyrir hönd eiganda myndar ákveðið bil á milli eiganda og leigjanda.
  • Við innheimtu þarf eigandi ekki að ræða beint við leigjandann heldur sinnir Eignaleigan því.
  • Gagnvart leigjanda er Eignaleigan að sinna sínu starfi ef þarf að innheimta gjöld, hækka leigu eða annað sem eiganda gæti þótt óþægilegt að standa í.
    • Eignaleigan hefur ekki umboð til að lækka eða semja um leigugreiðslur eða önnur gjöld fyrir hönd eiganda. Eignaleigan er fagaðili sem sinnir rekstri eignarinnar og gætir þess að öll gjöld séu greidd skv. fyrirliggjandi samningum.
  • Leigjandinn er líklegri til að veita hlutlausara mat og umsögn á eigninni þar sem hann er ekki að gefa umsögnina beint til eiganda.
  • Leigjanda getur fundist þægilegra að ræða við Eignaleiguna ef þarf að gera eitthvað varðandi eignina, þar sem hann þarf ekki að ræða beint við eigandann.
  • Eignaleigan sér til þess að ganga á eftir hlutum ef eigandi er að draga það að gera við hluti sem þarf að gera við á eigninni svo leigjandi þarf ekki að standa í því.
  • Ef þarf að rifta leigusamning, og/eða bera út leigjanda sér Eignaleigan um það fyrir hönd eiganda, og gerir það í réttum löglegum skrefum, nema eigandi óski eftir að sjá um það sjálfur.
  • Ef eigandi kýs að segja upp leigusamning, ræðir eigandi við Eignaleiguna og Eignaleigan tekur viðeigandi skref og sér til þess að rétt sé staðið að uppsögninni.