Fær eigandi upplýsingar um umsækjanda áður en hann er samþykktur?

  • Þetta hljómar kannski sem fín hugmynd, en í raun er það ekki endilega svo góð hugmynd. Við sérhæfum okkur í að reka eignir fyrir eigendur og þar með talið að velja bestu leigjendurna í eignirnar hverju sinni. Við kjósum því að fá að sinna okkar starfi til hins ítrasta svo eigandinn fullnýti líka þá þjónustu sem hann er að greiða fyrir.
  • Eigandi getur haft meðvitaða eða ómeðvitaða fordóma sem hafa áhrif á val hans á leigjendum. Það er ólíklegt að það geti haft áhrif út á við, en okkur er umhugað að vernda orðstír Eignaleigunnar sem óháðum og faglegum aðila, og því viljum við sjá alfarið um val á leigjendum.
  • Það er ekkert mál að senda upplýsingar til eiganda um þá leigjendur sem við teljum vera álitlegasta, en þá er hann að eyða tíma í vinnu sem hann í raun er að borga okkur til að sinna.