Getur annar en umsóknaraðili sótt um eða búið í eign?

 • Má umsjónaraðili sækja um leigu fyrir hönd einstaklings?
  • Já, ef umsjónaraðili getur sýnt fram á að sá hinn sami hafi fullt umboð til þess fyrir hönd einstaklingsins sem mun nýta sér eignina.
   • Hinsvegar verða allar upplýsingar um einstaklinginn sem mun hafa afnot af eigninni að fylgja, svo hægt sé að hafa samband við viðkomandi ef þarf að skoða eign eða gera annað sem viðkemur eigninni.
 • Má annar aðili en umsóknaraðili búa í eigninni?
  • Meginreglan er sú að áframleigur eru ekki leyfðar í eignunum, en það fer eftir kröfum eiganda. Það má ekki t.d. leigja eign og áframleigja til ferðamanna því það er háð leyfum frá bæði Reykjavíkurborg og eiganda sérstaklega. 
   • Ef leigjandi verður uppvís að leigubroti sem þessu ver Eignaleigan rétt eiganda til hins ítrasta, og leigusamning er rift samstundis, að undangenginni ráðgjöf til eiganda vegna málsins.
  • Ef annar en umsóknaraðili mun hafa not af eigninni skal umsóknaraðili tilgreina hann, en það er umsóknaraðilinn sem ber ábyrgð á allri umgengni, og bera alla ábyrgð eins og hann værir sjálfur með afnot af eigninni.