Eftirlitsskoðanir með sumarhúsum og öðrum eignum

 • Ef eigendur í viðskiptum við Eignaleiguna eiga aðrar eignir ekki í rekstri hjá Eignaleigunni er engu að síður hægt að óska eftir reglubundnum eftirlitsskoðunum á þeim.
  • Þetta hentar vel eignamiklum aðilum eða fyrirtækjum svo hægt sé að lágmarka eða fyrirbyggja tjón með því einu að sinna reglubundnu eftirliti.
 • Bústaðaskoðanir og eftirlit
  • Eignaleigan sinnir skoðunum og eftirliti með bústöðum og/eða heilsárshúsum sem viðskiptavinir þess eiga, fyrir lægra gjald en öðrum býðst.
  • Eigandi þarf ekki að vera í viðskiptum við Eignaleiguna til að geta keypt þessa þjónustu.
  • Eftirlitsskoðanirnar eru unnar í samráði við eigendur, þar sem gerður er gátlisti með leiðbeiningum um hvað skal skoðað og staðfest að sé í lagi, eins og t.d. að hurðir og gluggar séu læstir ásamt fleiru sem eigandi óskar að sé haft eftirlit með.
  • Ef Eignaleigan rekur bústaði/heilsárshús í ferðamannaleigu fyrir hönd eiganda er þetta einfaldara í sniðum þar sem stöðug umferð er um eignina og því fæst vitneskja mjög fljótt ef eitthvað bjátar á eða ef þörf er á úrbótum.