Þjónusta

Rekstur eigna

Langtíma- og skammtímaleiga 

Eignaleigan getur séð um allt fyrir eigendur þegar eignir eru leigðar út í skammtímaleigu (2-11 mánuðir) og í langtímaleigu (12 mánuðir og lengur). Eignir eru auglýstar, sýndar og leigjendur fundnir. Þegar eitthvað kemur upp varðandi eignina sér Eignaleigan í flestum tilfellum um allt frá A-Ö fyrir eigendur en það er alfarið undir eiganda komið hvernig fyrirkomulag varðandi viðhald og viðgerðir er háttað. Eina skilyrðið sem Eignaleigan setur varðandi viðhald og viðgerðir er að þau séu gerð án óþarfa tafar og af fagaðilum.

Tvær rekstrarleiðir eru í boði:

1. Eignaleigan vinnur sem umboðsmaður leigusala. Þóknunin er frá 7,5% + vsk af heildarleigu hvers mánaðar, þó að lágmarki 10.000kr +vsk á mánuði.

2. Eignaleigan leigir eignina af eiganda og áframleigir. Eignaleigan ábyrgist þá eignina og leigugreiðslur á meðan á leigutíma þar sem Eignaleigan er leigjandi eiganda. Þóknunin Eignaleigunnar er 10-15% af hverri mánaðarleigu.

Ferðamannaleiga

Eignaleigan rekur eignir í ferðamannaleigu og sér þá um öll samskipti við gesti og þrifaðila þegar Eignaleigan sér ekki um þrifin fyrir eigendur.

Þóknunin er frá 7,5% af heildartekjum eignarinnar sem rekið er hverju sinni, þó að lágmarki 15.000 kr + vsk á mánuði.

 

 
 
 
 
 
 
 

 

 

Leigumiðlun

Eignaleigan aðstoðar eigendur við að finna góðan leigjanda í eignina þína ásamt því að gera svo margt annað. En meðal þess sem við gerum í leigumiðluninni er að:

 • Auglýsa eignina
 • Sýna eignina
 • Velja leigjanda
 • Gera leigusamninginn og skrifa undir fyrir þína hönd
 
 

Þóknun óháð leiguverði

Leigumiðlun á íbúðarhúsnæði  kostar 199.000 kr + vsk

Leigumiðlun á atvinnuhúsnæði kostar 275.000 kr + vsk

 

Viðhald og viðgerðir

Eignaleigan vinnur náið með iðnaðarmönnum úr öllum greinum og sinnir einnig verkefnastýringu í stærri verkefnum. 

 • Píparar
 • Rafvirkjar
 • Húsasmiðir
 • Dyrasímaviðgerðir
 • Blikksmiðir
 • Múrarar

 

Eitt símanúmer og við sjáum um allt.

Bið eftir iðnaðarmönnum er lágmörkuð því við erum í reglulegum samskiptum við allar stéttir iðnaðarmanna.

Dæmi um stærri verkefni sem við höfum séð um er til dæmis að umsjón og eftirfylgni með byggingu á einbýlishúsi frá A-Ö fyrir hönd eigandans ásamt því að koma því í ferðamannaútleigu strax í kjölfar byggingar.

 

Ráðgjöf

Eignaleigan veitir fjárfestingaráðgjöf og almenna ráðgjöf við fasteignaverkefni, stór sem smá. 

Ráðgjöf til eigenda við kaup er góð fjárfesting ef á að kaupa íbúð til að setja í útleigu þegar þarf að taka tillit til þátta eins og fjármögnunar og tekjumöguleika af eigninni. Eignaleigan annast svo rekstur eignanna þegar kaupendur hafa keypt þá eign sem hentar hverju sinni. 

Reynsla Eignaleigunnar kemur sér vel ef verið er að huga að fjármögnun eða áætlanagerð fyrir fasteignaverkefni eða til að ná fram hagræðingu í fasteignarekstri.

 

 

Þrifþjónusta

Þrifþjónusta Eignaleigunnar tekur að sér margskonar þrif verkefni.

 • Skrifstofuþrif – Unnið bæði á vinnutíma og utan vinnutíma
 • Flutningsþrif – Ítarleg og ábyrg þrif sem geta verið pöntuð með stuttum fyrirvara
 • Ferðaþjónustuþrif – Þrif á íbúðum, gistiheimilum og öðrum einingum í ferðaþjónustu. Ábyrg og traust þrif. Allt innifalið og góð verð.

Þvottahús

Eignaleigan starfrækir í Reykjavík mjög hagkvæmt þvottahús fyrir ferðaþjónustuaðila og þjónustuaðila fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. 

Í boði hjá okkur eru frábærar lausnir fyrir aðila sem reka eina eign eða fleiri sem stórlækka þvottakostnaðinn.

Sendið okkur tölvupóst til að heyra hvernig við getum lækkað þvottakostnaðinn ykkar.Bera saman eignir

Bera saman