Sumarhúsaeftirlit

 

Eignaleigan sinnir eftirliti með sumarhúsum & heilsárshúsum fyrir eigendur, til að tryggja að allt sé í lagi eða lágmarka skemmdir ef það hefur eitthvað komið fyrir.

Eftirlitið er fólgið í því að starfsmenn okkar fara eftir sérsniðnum gátlistum sem gerðir eru með eiganda og gengið er úr skugga um að allt sé í samræmi við gátlista eiganda.

Við sinnum svo eftirlitinu fyrir þig vikulega, aðra hverja viku, eða mánaðarlega, eða part úr ári, til dæmis yfir veturinn þegar þú ferðirnar þínar í sumarhúsið eru óreglulegar, allt eftir því hvernig eftirlit þú kýst.

 

Sparaðu þér tíma, fyrirhöfn og fjármuni, skráðu þig í áskrift hjá okkur fyrir reglubundið eftirlit með eigninni þinni.

Hafðu samband, þetta er ódýr og góður kostur!