Skilmálar og upplýsingavernd
Ábyrgð
Eignaleigan leggur ríka áherslu á persónuvernd og sýnir fyllstu varúð við meðferð allra persónuupplýsinga. Eignaleigan er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga sem aflað er af hennar hálfu. Eignaleigan er með aðsetur að Vagnhöfða 17, iðnaðarbil 112 (Aðkoma frá Dvergshöfða).
Skráðir notendur á vefnum Eignaleigan.is geta fengið senda tölvupósta er varða þjónustu Eignaleigunnar og aðrar tilkynningar sem Eignaleigan telur vert að vekja athygli á (Engar áhyggjur, þú verður ekki með fullt af SPAM tölvupósti frá Eignaleigunni)
Vinnsla persónuupplýsinga
Persónuverndarstefna þessi tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem notendur Eignaleigunnar gefa upp með skráningu sinni og er byggð á samþykki notenda, sbr. 1. tl. 9. gr. og 10. gr. persónuverndarlaga nr. 90/2018. Með því að búa til aðgang að síðunni samþykkir viðkomandi að upplýsingarnar verði vistaðar á síðuna og notaðar í þeim tilgangi að auglýsa eignir þeirra á vefsíðunni Eignaleigan.is. Upplýsingar sem notendur veita verða aðeins notaðar við í auglýsingum notenda og til innskráningar á vefinn. Upplýsingunum verður ekki deilt með þriðja aðila eða nýttar með öðrum hætti án samþykkis viðkomandi nema lög segi til um annað vegna ófyrirséðra aðstæðna sem gætu komið upp.
Eignaleigan vinnur með þær persónuupplýsingar sem notendur skrá á síðuna svo hægt er að veita þá þjónustu sem boðið er upp á. Eftirfarandi upplýsingar eru nauðsynlegar svo að hægt sé að að búa til aðgang á síðunni: Nafn, símanúmer, tölvupóstfang….. Þú átt rétt á og getur óskað eftir að fyrirtækið veiti þér upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið býr yfir sem og um vinnslu og meðferð upplýsinga um þig.
Þú átt rétt á að afturkalla samþykki þitt til þessarar vinnslu með því að eyða aðgangi þínum eða með því að senda okkur tölvupóst á info@eignaleigan.is.
Vefsvæði Eignaleigunnar
Þú getur skoðað og notað vefsvæði Eignaleigunnar án þess að gefa upp nokkrar persónulegar upplýsingar, þar með talið netfangið þitt. Upplýsingar kunna að safnast sjálfkrafa s.s. þegar þú heimsækir heimasíður okkar, t.d. IP-tala þín og upplýsingar um tölvukerfið sem er notað. Einnig eru skráðar upplýsingar um hvernig þú notar heimasíðu okkar. Þessum upplýsingum er safnað með notkun vefkökur (e. Cookies). Eignaleigan notar vefkökur í þeim tilgangi að bæta vefsíðu fyrirtækisins, bæði aðgengi og þjónustuna almennt. Til að nýta sem best þá eiginleika sem vefsíðan bíður upp á þurfa notendur að samþykkja vefkökur. Vefkökur eru litlar textaskrár sem vefsvæði vistar á tölvu eða snjalltæki þeirra sem heimsækja vefsíður. Vefkökur gera það kleift að fá nafnlausar upplýsingar um hvernig er verið að nota vefi og muna stillingar notenda í ákveðinn tíma. Notendur sem vilja ekki að upplýsingar frá þeim skráist í vefkökur geta breytt stillingum í vafranum þannig að umræddar upplýsingar vistist ekki, nema að fengnu samþykki. Einnig er hægt að stilla vafra til að útiloka og eyða kökum.
Gagnasöfnun og greining
Eignaleigan notar gögn frá vefgreiningarþjónustu Google Analytics til að þróa og lagfæra vefsíðu fyrirtækisins og gera notendum auðveldara að finna upplýsingar.
Google safnar upplýsingum nafnlaust og upplýsingar um notkun á eignaleigan.is eru ekki persónugreinanlegar. Google kann að senda umræddar upplýsingar til þriðja aðila þegar lög krefjast þess, eða þegar þriðju aðilar vinna úr upplýsingunum fyrir hönd Google. Google tengir ekki IP-tölu viðkomandi notanda við önnur gögn sem Google hefur í fórum sínum.
Meðferð tölvupósts
Allar upplýsingar sem fram koma í tölvupóstum og viðhengjum frá Eignaleigunni eru trúnaðarmál og eingöngu ætlaðar þeim sem pósturinn er stílaður á, eða fulltrúa hans.
Hafi tölvupósturinn borist röngum aðila er móttakanda hans, með vísan til 9. mgr. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti, skylt að gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samtímis að upplýsingarnar hafi ranglega borist sér. Í þeim tilvikum skal móttakandi eyða póstinum ásamt viðhengjum. Misnotkun á efni upplýsinganna eða fjölföldun er óheimil og getur verið refsiverð samkvæmt lögum.
Fyrirspurnir, kvartanir og ábendingar
Hægt er að hafa samband við Eignaleiguna með því að senda skriflega fyrirspurn á info@eignaleigan.is
Eignaleigan gætir að persónuvernd þeirra sem heimsækja vefsíðuna Eignaleigan.is og þeirra sem skrá sig þar inn. Til að fá aðgang að Eignaleigan.is þarf notendaaðgangur að vera með netfang, m.a. svo hægt sé að hafa samskipti og/eða miðla upplýsingum til viðkomandi. Með því að slá inn og vista netfang á vefnum Eignaleigan.is veitir viðkomandi Eignaleigunni heimild til að nota þessar tilteknu persónuupplýsingar til innskráningar.
Upplýsingar sem auðkenna þá sem heimsækja vef Eignaleigunnar eru aðeins vistaðar og skráðar í viðskiptasögu þegar notendur veita fyrir því upplýst samþykki.