Rúmlega 70 fm íbúð í nýlegu húsnæði á góðum stað á Torrevieja svæðinu á Spáni sem hentar frábærlega fjórum einstaklingum. Íbúðin er með tvö tveggja manna herbergi ásamt tveimur baðherbergjum með sturtum.
Veröndin er um 15 fermetrar og lokuð að stærstum hluta með gleri.
Í eldhúsi er eldvél, ísskápur, bakarofn, örbylgjuofn, háfur yfir eldavél, uppþvottavél, Dolce Gusto kaffikanna, suðukanna og brauðrist, 55 tommu sjónvarp, borðstofuborð og stólar fyrir 6 tungusófi og sófaborð. Á veröndinni er leðursófi ásamt plast útihúsgögnum.
Sturtur eru á báðum baðherbergjunum, innra baðið er inn af hjónaherberginu, en vottavélin er inni á fremra baðherberginu þar eru líka tvær þvottagrindur.
Í sameign er aðgengi að útisundlaug, þar er sólbaðssvæði, einnig er þar Sauna og SPA ( heilsulind) og tækjasalur til þrekþjálfunar.
Í kjallara hússins er bílastæði sem hægt er að leigja, kostar EUR 37.00 á viku.
Aðeins 3 mín. akstur er í La Zenia Boleward verslunarmiðstöðina, þar er iðandi mannlíf alla daga og margt hægt að versla, m.a. matvara af öllu tagi. Þar er lika keilusalur, hárgreiðslustofur og margt fleira. Þar niðuraf er örstutt til sjávar á vinsæla strönd.
Í 5 mín göngufjarlægð er dagvöruverslun með helstu nauðsynjavörum.
Vikan leigist frá 60.000 krónum