Lánakjör

Eignaleigan býður viðskiptavinum sínum hagstæð lánakjör ef þarf að sinna viðhaldi eða kaupa innbú.

Það eru þrjár megin ástæður fyrir lánastarfsemi okkar til viðskiptavina:

  • Við viljum lágmarka stór útgjöld fyrir viðskiptavini okkar og gefa þeim kost á jafnari útgjöldum án mikilla útgjaldasveiflna.
  • Ef eigendur geti sinnt viðhaldi á réttum tíma með lánum frá okkur í stað þess að byrja að safna fyrir óvæntu viðhaldi á meðan eignin verður fyrir meiri skaða, eða taka yfirdrátt, þá lágmarkar það viðgerðarkostnaðinn og mögulegan skaða á eigninni.
  • Ef innbú eyðileggst og engin trygging er til staðar getum við greiðsludreift kostnaðinum fyrir endurnýjuðu innbúi svo leigjendur eignarinnar verða fyrir minnsta mögulegu raski.

Hafðu samband og við svörum öllum þínum spurningum.