Einkunnarorð

Heiðarleiki, Öryggi og Gæði eru einkunnarorð Eignaleigunnar en þau endurspegla hvernig við sinnum viðskiptum gagnvart bæði eigendum fasteignanna sem og þeim leigjendum sem þar eru.

 

 

Við vinnum á heiðarlegan, gagnsæjan hátt með viðskiptavinum okkar, eigendum sem og leigjendum. Okkur er í mun að eigendur séu vel upplýstir um stöðu fasteigna sinna og að þeir séu fullvissir um að unnið er af heilindum með allt er varðar fasteignina þeirra. Einnig sinnum við ábyrgðarfullu starfi gagnvart leigjendunum og því skiptir okkur höfuðmáli að finna góða leigjendur og að eigendur séu samstíga okkur þegar á þarf að halda, með tilliti til viðhalds eða þegar þarf að sinna athugasemdum frá leigjendum.

 

 

 

Við kjósum öruggt starfsumhverfi og hugsum allar okkar fjárfestingar til langs tíma, og þá sérstaklega viðskiptavini okkar, eigendur fasteignanna sem og leigjendurna sem í þeim eru. Öruggt og traust viðskiptasamband er lykill að langtíma hagsæld þar sem allir aðilar hagnast, og við vinnum ekki í skyndilausnum. Því að þó sumir okkar viðskiptavina séu örari en við í kaupum & sölum á fasteignum, þá njótum við þess að sjá þá vaxa, hjálpum þeim eins og við best getum, og munum ávallt gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vöxtur þeirra sé sem öruggastur og hagkvæmastur.

 

 

 

Okkur er umhugað um gæði þeirra eigna sem við vinnum með ásamt okkar þjónustu. Því erum við vandlát á okkar samstarfsaðila og viðskiptavini. Já þú last rétt, Við erum vandlát á viðskiptavini og við störfum ekki með hverjum sem er. Hluti af gæðastefnu okkar er því að vinna með aðilum sem eru tilbúnir að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi og gera hlutina vel og á réttum tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að það er margsannað að þegar viðeigandi viðhaldi fasteigna er frestað eða fasteignum ekki sinnt, verður kostnaður viðgerðarinnar mun meiri.