Eignarhald

 

Róbert Fannar Halldórsson, eigandi G-Unit ehf. og Eignaleigunnar.

Eignaleigan er ný þjónusta sem fasteignafélagið G-Unit ehf. býður upp á en það hefur verið starfrækt frá árinu 2014.

G-Unit er eigu Róberts Fannars Halldórssonar en engir aðrir aðilar eða fyrirtæki eiga beinan eða óbeinan hlut í G-Unit.

Róbert Fannar lauk BSc í Eðlisfræði frá Háskóla Íslands í febrúar árið 2009 og árið 2010 útskrifaðist hann með MSc in Management frá London Business School.

Að loknu námi starfaði Róbert sem sérfræðingur hjá Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) en eftir tvö ár þar tók hann við sem framkvæmdastjóri Global Fuel ehf & Ltd, sem er eldsneytisfélag og miðlari fyrir eldsneyti á einkaþotur. Róbert steig út úr Global Fuel í janúar 2016 til að einbeita sér að stækkun G-Unit.

Utan vinnu spilar Róbert Fannar skvass og iðkar Crossfit, en hann er margfaldur Íslandsmeistari í skvassi. Margra ára reynsla í keppnum á Evrópumótaröðum og í úrvalsdeildinni í London ásamt öðrum alþjóðlegum mótum, hefur nýst vel í námi og starfi þar sem keppnisskap hans er mikið og vilji til að skara fram úr er gríðarlegur.