Skammtímaleiga - Leigutími styttri en 12 mánuðir

Eignaleigan rekur eignir og veitir ráðgjöf til einstaklinga, fjölskyldna, dánarbúa og fyrirtækja, svo þau geti einbeitt sér að því sem skiptir þau máli.

Skammtímaleiguþjónusta Eignaleigunnar hentar vel til dæmis aðilum sem eiga eignir hér á landi en eru staðsett erlendis og þurfa traustan fagaðila til að sjá um rekstur, innheimtu og viðhald á eignunum fyrir sig.

Í þessum tilvikum sér Eignaleigan um að reka eignina í styttri tímabilum en 12 mánuði, til dæmis ef eigendur kjósa að búa hér á Íslandi 1-6 mánuði á ári, og vantar aðila til að sjá um eignina aðra mánuði ársins.

Eigandi fær greinargóðar rekstrarskýrslur og er mjög vel upplýstur um öll samskipti og viðhald, svo hann lætur okkur einungis vita hvenær hann kýs nota eignina sína, og við sjáum um allt annað er varðar rekstur og útleigu fasteignarinnar.

Helstu hlutverk okkar eru:

  • Öll samskipti við leigjanda eða gesti, allt eftir því hvaða rekstarform eigandi kýs fyrir eignina
  • Innheimta og bókhaldsþjónusta
  • Sólarhringsvakt fyrir leigjendur eða gesti til að ná í okkur

Þrif, viðhald og viðgerðir

  • Við höfum þaulreynda og góða þrifþjónustu á okkar vegum sem sinnir okkar þrifum, og er sú þjónusta til boða fyrir okkar viðskiptavini. Við þrífum eignir á milli leigjanda ef rekstrarformið er ekki ferðamannaleiga og eru þau þrif innifalin í rekstrargjaldinu.
  • Við erum með mannskap til að sjá um öll verk sem geta komið upp varðandi eignina svo eigandi getur búið erlendis eða farið í frí án þess að vera truflaður í frítíma til að sinna eigninni.
  • Eiganda er haldið mjög vel upplýstum um innheimtur, reksturinn og viðhald.

Önnur þjónusta

  • Allir okkar viðskiptavinir njóta góðs af viðskiptasamböndum okkar og því bjóðum við þeim að nýta sér okkar kjör hjá lykilfyrirtækjum er koma að öllu fyrir rekstur eða byggingu fasteigna ásamt innbúi.
  • Við stöndum með okkar fólki og því getum við veitt hagstæð lán ef þarf að kaupa innbú eða fara í kostnaðarsamar framkvæmdir.
  • Hægt er að fá eftirlit með öllum eignum í rekstri hjá okkur, hvort sem það er vikulegt, mánaðarlegt eða sjaldnar. Að auki fá þeir með eignir í rekstri hjá okkur sumarhúsaeftirlit niðurgreitt óski þeir eftir þeirri þjónustu.