Langtímaleiga

Eignaleigan rekur eignir og veitir ráðgjöf til einstaklinga, fjölskyldna, dánarbúa og fyrirtækja, svo þau geti einbeitt sér að því sem skiptir þau máli.

Þjónusta Eignaleigunnar hentar vel aðilum/fyrirtækjum sem eiga eignir hér á landi en eru búsett/staðsett erlendis og þurfa traustan fagaðila til að sjá um rekstur, viðhald og innheimtu á eignunum fyrir sig.

Helstu hlutverk okkar eru:

  • Við rekum eignina og erum til staðar allan sólarhringinn til að eigandi geti sinnt sínu starfi eða verið áhyggjulaus í fríi, fullviss um að hvað sem gerist verður því sinnt á sem bestan og hagkvæmastan máta.
  • Við varðveitum góða leigjendur og myndum ákveðna fjarlægð milli eiganda og leigjanda.
  • Við finnum nýja leigjendur þegar þarf að endurnýja leigusamninga, ásamt því að þrífa eignina og taka myndir af eigninni við afhendingu og móttöku á eign. Bæði eigandi og leigjandi fá afrit af myndunum til staðfestingar á ástandi í byrjun og lok leigutíma.

Viðhald, viðgerðir og almenn umhirða

  • Við erum með mannskap til að sjá um öll verk sem geta komið upp varðandi eignina svo eigandi þarf aldrei að fara úr vinnu, eða vera truflaður í frítíma til að sinna eigninni.
  • Við höldum eiganda mjög vel upplýstum um innheimtur, reksturinn, og mögulegt viðhald.

Önnur þjónusta

  • Allir okkar viðskiptavinir njóta góðs af viðskiptasamböndum okkar og því bjóðum við þeim að nýta sér okkar kjör hjá lykil fyrirtækjum er koma að íhlutum fyrir rekstur eða byggingu fasteigna ásamt innbúi.
  • Við stöndum með okkar fólki og því veitum við hagstæð lán ef þarf að kaupa innbú eða fara í kostnaðarsamar framkvæmdir.
  • Hægt er að fá eftirlit með öllum eignum í rekstri hjá okkur, hvort sem það er vikulegt, mánaðarlegt eða sjaldnar. Að auki fá þeir með eignir í rekstri hjá okkur sumarhúsaeftirlitið niðurgreitt óski þeir eftir þeirri þjónustu.

 

Í sumum tilfellum, er leyfilegt að leigja eignirnar út til skamms tíma og getur það verið fjárhagslega hagstæðara fyrir eigandann. Einnig er hægt að vera með blandaðan rekstur í formi langtíma- og skammtímaleigu.

Ef óskað er eftir því, þá látum við vita ef eignin geti hentað í skammtímaleigu, og förum þá yfir það með eiganda hver áætlaður hagnaður er af því rekstrarformi eða blönduðu rekstrarformi.