Þegar nýjir leigjendur koma í húsnæðið ykkar þá eru nokkrir hlutir sem vert er að hafa í huga þegar eignin er afhent, en hér förum við yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.
-
Myndir
- Eignaleigan tekur alltaf myndir af eignunum við byrjun og lok leigusamnings sem hægt er að styðjast við til að sýna fram á ástand eignarinnar við afhendingu til leigjanda og móttöku eftir að leigjandi hefur lokið leigutíma. Þetta er lykilatriði, ekki einungis fyrir eigandann heldur einnig leigutakann því oft kemur upp ágreiningur um hvernig ástand eignarinnar var í upphafi leigusamnings en þá er gott að eiga mikið af myndum til.
- Við hvetjum líka leigjendur til að taka myndir og senda okkur í tölvupósti á fyrstu 4 vikum leigutímans sem er í samræmi við III kafla húsaleigulaga.
- Einnig ber leigjanda að láta eiganda vita af göllum eða bilunum sem geta komið upp innan 14 daga frá því að leigjandi verður þeirra var.
- Eignaleigan tekur alltaf myndir af eignunum við byrjun og lok leigusamnings sem hægt er að styðjast við til að sýna fram á ástand eignarinnar við afhendingu til leigjanda og móttöku eftir að leigjandi hefur lokið leigutíma. Þetta er lykilatriði, ekki einungis fyrir eigandann heldur einnig leigutakann því oft kemur upp ágreiningur um hvernig ástand eignarinnar var í upphafi leigusamnings en þá er gott að eiga mikið af myndum til.
-
Raki
- Raki getur verið í öllum íbúðum og oft þekkja nýjir leigjendur ekki hvernig loftunin er í húsinu, en þá er gott að benda þeim á hvort þörf sé á að opna reglulega glugga til að lofta vel um íbúðina ef eigandi telur þörf á.
- Raki getur myndast á innanverðum rúðum yfir nóttina þegar gluggar eru lokaðir (eða þeir eru ekki nægjanlega mikið opnir) og kalt úti, og þá sérstaklega ef gluggatjöld eru dregin fyrir gluggana.
- Þessi raki lekur svo niður í gluggapóstinn þar sem myndast getur mygla. Það er ekkert mál að viðhalda þessu hreinu og myglulausu með því að draga frá á morgnana, opna glugga og lofta vel út reglulega, ásamt því að þurrka þetta strax og gluggarnir byrja að “gráta” að innan. En ef ekkert er aðhafst þá getur mygla myndast fljótt en hún lýsir sér svona:
- Auðveldast er að fylgjast bara með gluggunum og þurrka rakann strax úr þeim þegar hann birtist því það getur verið kostnaðarsamt að láta laga gluggana ef ekkert er aðhafst.
- Leigjandi er ábyrgur fyrir því að afhenda íbúðina aftur í sama ástandi og þegar íbúðin var afhent svo ganga gæti þurft á tryggingafé leigjanda til að laga glugga eftir myglu sem getur reynst mjög kostnaðarsamt ef ekkert hefur verið gert í langan tíma.
- Eignaleigan sér um þrif og viðgerðir á gluggum eftir mygluskemmdir. Ef gluggarnir hjá ykkur eru svona eða sambærilegir, hafið strax samband svo við getum aðstoðað ykkur.
- Raki getur myndast á innanverðum rúðum yfir nóttina þegar gluggar eru lokaðir (eða þeir eru ekki nægjanlega mikið opnir) og kalt úti, og þá sérstaklega ef gluggatjöld eru dregin fyrir gluggana.
- Raki getur verið í öllum íbúðum og oft þekkja nýjir leigjendur ekki hvernig loftunin er í húsinu, en þá er gott að benda þeim á hvort þörf sé á að opna reglulega glugga til að lofta vel um íbúðina ef eigandi telur þörf á.
-
Myndir og naglagöt
- Algeng spurning frá leigjendum er hvort þau megi hengja upp myndir. Það er í góðu lagi að hengja upp myndir svo lengi sem íbúðinni sé skilað í sama eða sambærilegu ástandi og hún var þegar leigjandi fékk íbúðina.
- Hafandi sagt það, þá finnst okkur nægjanlegt að spartla og bletta í stök göt eftir nagla ef það eru fáar myndir settar upp í eigninni. Sumir eigendur eru heldur ekki að stressa sig mikið á því þó nokkrum nöglum sé leyft að vera áfram fyrir næstu leigjendur til að hengja upp myndir.
- Ef leigjandi hinsvegar setur upp myndavegg þar sem töluvert er af nöglum er ráð að taka alla nagla úr veggnum, spartla í götin og skila þeim vegg fullmáluðum og frágengnum.
- Hafandi sagt það, þá finnst okkur nægjanlegt að spartla og bletta í stök göt eftir nagla ef það eru fáar myndir settar upp í eigninni. Sumir eigendur eru heldur ekki að stressa sig mikið á því þó nokkrum nöglum sé leyft að vera áfram fyrir næstu leigjendur til að hengja upp myndir.
- Algeng spurning frá leigjendum er hvort þau megi hengja upp myndir. Það er í góðu lagi að hengja upp myndir svo lengi sem íbúðinni sé skilað í sama eða sambærilegu ástandi og hún var þegar leigjandi fékk íbúðina.