Breytingar á húsnæði og viðhald

Eignaleigan vill vera til staðar fyrir eigendur sem leigja okkur eignirnar þeirra og því sjáum við í flestum tilfellum um allar viðgerðir og viðhald fyrir þeirra hönd. Aðgangur að öruggum og góðum iðnaðarmönnum getur stundum reynst erfiður og stundum er bara þægilegt að tala við sama aðilann hvort sem um raflagnir, pípulagnir eða smíðavinnu er að ræða.

Sumir eigendur vilja að við sjáum um allt viðhald eða þegar leigjendur taka eftir atriðum sem þarf að laga, og þá er verkið klárað fljótt og örugglega. Aðrir vilja sjá um viðhaldið sjálf sem er mjög gott og sérstaklega ef það sparar eigendunum pening 🙂

Við erum í mjög reglulegum viðskiptum við iðnaðarmenn úr öllum stéttum svo það er nánast engin bið eftir viðgerðum þegar eigendur vilja fara í framkvæmdir í gegnum Eignaleiguna.

 

Stærri verkefni eru ekkert mál fyrir okkur, en við höfum breytt bílskúrum í stúdíóíbúðir með frábærum árangri. Þá sjáum við um verkstjórn fyrir eigandann og göngum úr skugga um að allt sé rétt gert. Hér eru nokkur dæmi um hvað við gerum í stærri verkefnum:

  • Leitum tilboða í verkin
  • Göngum úr skugga um að aðilarnir sem vinna verkið eru faglærðir
  • Greiðum fyrir efni og vinnu fyrir hönd eiganda
    • Iðnaðarmönnum og birgjum er greitt en eigandinn fær mánaðarlega reikninga frá okkur fyrir útgjöldum þess mánaðar
  • Sjáum til þess að verkið gangi eins vel og á verður kosið

 

 

Join The Discussion

Bera saman eignir

Bera saman