Hrund Ólafsdóttir

Ég leitaði til Eignaleigunnar þegar ég ákvað að leigja íbúðina mína út í gegnun Airbnb. Ég er virkilega ánægð með þjónustuna og Róbert, eigandi Eignaleigunnar, er mjög almennilegur og mjög gott að eiga samskipti við hann.

 

Eignaleigan sér um öll samskipti við leigjendur og svarar öllum þeim fjölmörgu fyrirspurnum sem koma frá þeim innan klukkustundar. Eignaleigan sér einnig um að taka við öllum símtölum frá leigjendum og það kom upp m.a. að Róbert þurfti að mæta að nóttu til þegar leigjendur höfðu óvart gleymt lyklum inni í íbúðinni minni.  Þegar leigjendur skrifa umsögn um íbúðina mína á Airbnb þá hrósa þeir nánast alltaf Róberti fyrir einstaklega góð samskipti og þjónustu.

 

Í byrjun hvers mánaðar fæ ég sent mjög nákvæmt yfirlit yfir leigutekjur og kostnað. Virkilega gott fyrir bókhaldið að fá svona upplýsingar. Eignaleigan greinir einnig hvernig mánuðurinn hafi gengið og gefur virkilega góðar ábendingar hvernig hægt sé að auka leigutekjur.

 

Eina sem ég sé um sjálf eru þrif á íbúðinni og sendir Eignaleigan mér yfirlit yfir hvenær bókanir eru og hvaða daga ég eigi að mæta og þrífa. Ég fæ einnig sent í tölvupósti áminningu daginn fyrir þrifdag. Það er líka hægt að kaupa þrif frá Eignaleigunni.

 

Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil vinna fer í að sjá um öll samskiptin við leigjendur og halda utan um bókanir. Eignaleigan hefur auðveldað mér lífið með sinni þjónustu. Ég mæli hiklaust með Eignaleigunni, topp þjónusta sem þeir bjóða upp á.