Algengar spurningar

Hérna finnur þú algengar spurningar ásamt svörum um þjónustuna okkar sem kunna að hafa vaknað hjá þér.

Eða, sendu okkur skilaboð!

Efnisflokkar

Vinsælar spurningar

Já! Við bjóðum upp á tvíþætt leigufyrirkomulag á eignum. Þá nýtiru þér mikla eftirspurn í nokkra mánuði á ári, með hærri innkomu, en haft eignina þína í langtímaleigu hinn hluta ársins:

 • Þegar hæsta verðið fæst í ferðamannaleigu rekum við eignina fyrir þig í ferðamannaleigu
 • Þegar eftirspurnin frá ferðamönnum minnkar og lægsta verðið fæst fyrir eignina í ferðamannaleigu rekum við eignina í langtímaleigu.
  • Eða þegar heimagistingarleyfið er fullnýtt sjáum við um að breyta rekstrarforminu yfir í langtímaleigu.
 • Hvað kostar að fá Eignaleiguna til að sjá um að leigja eignina út og sjá um reksturinn fyrir mig?
  • Rekstrargjald Eignaleigunnar er 9,5%, án vsk fyrir flestar gerðir langtímaleigueigna. Annars vísast í gildandi verðskrá hverju sinni
  • Rekstrargjald eigna í skammtímaleigu er á bilinu 6%-9,5% án vsk. Annars vísast í gildandi verðskrá hverju sinni.
 • Er Eignaleigan leigumiðlari?
  • Nei, Eignaleigan er ekki Leigumiðlari. Við sjáum um allan rekstur eigna fyrir eiganda og bjóðum þeim að nýta sér okkar kjör sem við höfum náð fram með umfangi okkar í fasteignarekstri.
  • Leigumiðlanir innheimta andvirði 1-3 mánaðar leigu, fyrir utan virðisaukaskatt, fyrir það eitt að finna leigjanda að eigninni þinni.
  • Fyrir eignir í langtímaleigu tekur rekstrarþjónustu Eignaleigunnar að 1-3 ár að jafna kostnaðinn við það eitt að fá Leigumiðlun til að finna leigjanda fyrir þig. Ef leigusamningurinn er ekki endurnýjaður á þeim tíma
 • Kostar það mig eitthvað ef það tekur langan tíma að finna leigjanda? Þ.e. Þarf ég að borga eitthvað ef ég er ekki með neinar tekjur af eigninni?
  • Nei, ef þú færð ekki innkomu af eigninni fær Eignaleigan enga innkomu.
 • Er rekstarþjónustugjaldið sett upp svo það sé hvati fyrir Eignaleiguna að finna góða leigjendur?
  • Já, Eignaleigunni er í mun að finna sem áreiðanlegasta leigjendur að eignunum á sem hagstæðastri leigu, og til langs tíma svo eigandi og Eignaleigan verði fyrir sem minnstu raski og óþarfa áhættu.
 • Hvenær fæ ég leigugreiðslurnar frá Eignaleigunni?
  • Eignaleigan sinnir innheimtu fyrir hönd eiganda, og borgar leiguna í síðasta lagi á seinasta virka degi hvers mánaðar, fyrir mánuðinn sem er að líða.
 • Leigjandi er seinn í greiðslu – Hvað gerist?
  • Um leið og Eignaleigan sér að leigjandi er seinn í greiðslu er eigandi látinn vita.
  • Eignaleigan sér um alla löginnheimtu fyrir hönd eiganda. Komi til frekari innheimtuaðgerða sendir Thor Lögmenn ehf. út viðvaranir og innheimtubréf með tilheyrandi kostnaði fyrir leigjanda. Eigandinn er upplýstur um öll skref innheimtunnar ef greiðslur bregða út frá því er vanalegt telst.
 • Notar Eignaleigan Leigumiðlara?
  • Nei. Eignaleigan auglýsir eignir á eigin vefsíðu, og öðrum vefsíðum, nema eftir öðru sé óskað.
 • Er Eignaleigan með einkarétt á að auglýsa og að sjá um alla útleigu á eigninni minni?
  • Já, ef við eigum að sjá um rekstur eignarinnar þarf Eignaleigan að hafa fullt og óskipt umboð með útleigunni fyrir hönd eiganda.
 • Er hámark á fjölda sýninga sem Eignaleigan hefur fyrir hverja eign?
  • Nei, það er í hag Eignaleigunnar að finna sem besta leigjandann svo við sýnum eignirnar eins oft og þörf þykir, innifalið í rekstrargjaldinu.
 • Hvað er innifalið í skoðun á umsækjendum um eignina?
  • Eignaleigan fer yfir allar umsóknir og hefur samband við þá sem taldir eru bestu kostirnir.
  • Haft er samband við fyrri leigusala eða meðmælendur.
  • Ef þörf krefur, áskilur Eignaleigan sér rétt til að gera bakgrunnsskoðun á leigjanda, og er þá haft samband við Credit Info til að nálgast upplýsingar um leigjanda. Þetta er gert til að verja eiganda og Eignaleiguna fyrir mögulegum greiðsluerfiðleikum leigjanda sem geta haft í för með sér óvænt útgjöld.
 • Það er ekkert útleigugjald nema fasta mánaðarlega rekstargjaldið fyrir þjónustu Eignaleigunnar.
  • Við viljum bjóða eiganda að þurfa ekki að greiða stóran reikning fyrir að finna leigjanda og allri vinnunni sem fylgir því að reka fasteign, svo hægt er að hugsa útleigugjaldið í raun sem hluta af rekstargjaldinu.
 • Inn í rekstrargjaldi Eignaleigunnar er öll vinna við að auglýsa eignina, sýna eignina, fara í gegnum umsóknir, velja álitlegustu umsækjendurna, sjá til þess að tryggingaféð sé greitt, mánaðarlegar innheimtur og fjárhagsleg eftirfylgni, ásamt þrifum milli leigjenda, og viðgerðum milli leigusamninga.
 • Innifalið í rekstrargjaldinu er öll vöktun og móttaka á fyrirspurnum leigjenda utan skrifstofutíma og mat á hve áríðandi atriðin eru svo þú þurfir ekki að vera að vakta emailið þitt eða síma.
 • Rekstrargjaldið veitir þér einnig niðurgreitt sumarhúsaeftirlit ásamt aðgang að afsláttarkjörum samstarfsaðila okkar. Svona mætti lengi telja, en fyrir önnur sérstök atriði er vísað í gildandi verðskrá hvers tíma.
 • Nei, þóknun Eignaleigunnar miðast eingöngu út frá staðfestum og virkum leigusamningum.
 • Ef eignin er ekki í útleigu fær Eignaleigan enga þóknun.
 • Rekstur langtímaleigueigna
  • Samkvæmt verðskrá er rekstrargjald Eignaleigunnar er 9,5% af mánaðarleigunni, utan vsk., þó aldrei lægra en 7.500 kr án vsk. /mánuði.
   • Fáðu tilboð ef þú er með fleiri en eina fasteign eða ef eignin er stærri en 400 fermetrar að flatarmáli.
 • Rekstur Ferðamannaleigueigna (upphæðir án vsk).
  • Þjónustuleið 1: Einungis notaðar vefsíður sem sjá um innheimtu af gestum.
   • Rekstrargjaldið er 6% af innkomu eignar í hverjum mánuði.
  • Þjónustuleið 2: Eignaleigan sér um alla innheimtu af gestum (Booking.com t.d.)
   • Rekstrargjaldið er 9,5% af innkomu eignar í hverjum mánuði.
  • Þjónustuleið 3: Samanlagt leigutímabil er 9 mánuðir eða stytta á hverju ári
   • Rekstrargjaldið er 9,5% af innkomu eignar í hverjum mánuði.
 • Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar um verðskrá, eins og iðnaðarmenn eða bókhaldsþjónustu og fleira.
 • Ráðgjöf um hvaða rekstrarform hentar eigninni best.
  • Eignaleigan býr til rekstraráætlanir fyrir eigendur.
  • Aðstoð við fjármögnunarmöguleika.
 • Traust innheimta á leigutekjum ásamt öryggi um að lagalega rétt skref eru tekin er varðar innheimtu á öllum stigum.
 • Sólarhrings viðgerðar- og viðhaldsþjónusta.
 • Eftirlit með eignunum þínum, ásamt sérstöku sumarhúsaeftirliti sem fæst á hagstæðara verði en öðrum býðst.
 • Fullur aðgangur að tengslaneti Eignaleigunnar, þar sem þú nýtur sömu afsláttarkjara Eignaleigan hefur byggt upp með áralöngum fasteignarekstri, hvort sem það er innbú, rekstrarvörur eða lögmannsþjónusta.
 • Hagstæð lán til allt að 12 mánaða frá Eignaleigunni.
 • Við förum yfir og skoðum eignirnar eftir hvern leigusamning, tökum myndir (og mögulega myndbönd) til sönnunar á ástandi eignanna.
 • Við fyllum út skýrslu um ástand eignar þegar leigjandi fer úr eign.
  • Eigandi og leigjandi fá afrit af skýrslu, myndum (og myndbandi).
 • Ef óskað er eftir, þá sendum við eiganda og leigjanda kostnaðaráætlun ef einhverjar skemmdir verða á eigninni sem þarf að laga.
 • Við endurgreiðum leigjanda tryggingarfé eða staðfestum við banka að ekki þarf að nota hluta af bankaábyrgð til að greiða fyrir skemmdir.
 • Við ræðum við eiganda og leigjanda ef við teljum þörf á að nota tryggingafé vegna viðgerða sem við teljum að sé ekki eðlilegt slit.
 • Við hreinsum og sinnum reglubundnu eðlilegu viðhaldi á eign milli leigjanda fyrir hönd eiganda (málum eign, spöstlum ef þarf og yfirförum önnur atriði).
 • Við skiptum um skrár á hurðum svo nýjir lyklar séu veittir nýjum leigjendum, sé óskað eftir því.
 • Við auglýsum eignina og komum henni aftur í leigu sem fyrst fyrir hönd eiganda.
 • Við bjóðum upp á og sjáum um viðhalds- og viðgerðarþjónustu.
 • Við höfum marga faglærða iðnaðarmenn sem hægt er að treysta fyrir viðgerðum og viðhaldsverkefnum.
 • Við vinnum í samræmi við óskir eiganda og fáum verkin unnin á sem hagkvæmastan máta, með samvinnu innanhúss aðila og faglærðra iðnmeistara.
 • Garðvinna og önnur utandyra störf:
  • Snjómokstur og annað eignatengt viðhald.
  • Tiltekt í kringum eignir – ruslatínsla og almenn garðvinna.
 • Sólarhrings viðgerðarþjónustusími.
  • Erum til taks fyrir okkar viðskiptavini allan sólarhringinn ef þarf að sinna viðgerðum sem þola enga bið.
 • Stærri verkefni: viðhald og/eða endurnýjun eigna:
  • Við sinnum verkefnaumsjón og stýringu á stærri verkefnum fyrir hönd eigenda.
  • Við komum með tillögur að því hvernig hægt er að hámarka innkomu af eigninni.
  • Sjáum um útboð í verkið og söfnum tilboða frá verktökum. Ráðleggjum hvaða tilboð er ákjósanlegast.
   • Við metum hvert verkefni fyrir sig, en oft er ekki ákjósanlegast að stökkva strax á ódýrasta tilboðið.
 • Við framkvæmum reglubundið eftirlit með eignum (að innan og utan) ef óskað er eftir.
  • Þá fylgjumst við með hvort það þurfi að sinna viðhaldi, bæði brýnar óvæntar viðgerðir sem og venjubundið viðhald.
 • Við tökum myndir og myndbönd af eignum fyrir og eftir hvern leigusamning til staðfestingar á ástandi eignar, og sendum eiganda og leigjanda afrit af öllum þeim gögnum.
 • Við sendum yfirlitsskýrslur til eiganda í kjölfar skoðana.
  • Bústaða- og heilsárshússeftirlit: Eignaleigan sinnir viku- og mánaðarlegum skoðunar- og eftirlitsferðum í bústaði og heilsárshús til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi.
   • Við gerum sérsniðinn gátlista með eiganda fyrir hverja eign um hvað þarf að skoða hverju sinni.
   • Við förum svo á staðinn, og athugum hvort allt sé í samræmi við forskrift gátlista eigandans (T.d. drögum fyrir glugga ef það hefur gleymst, athugum hvort það sé skrúfað fyrir vatn sem á að vera skrúfað fyrir, eða hvort allir gluggar séu lokaðir osfrv.).
  • Bústaða- og heilsárshússeftirlit er í boði fyrir alla.
   • Viðskiptavinir með eignir í rekstri hjá Eignaleigunni fá þó afslátt á þessari þjónustu.

Hvað gerir Eignaleigan?

Já! Við bjóðum upp á tvíþætt leigufyrirkomulag á eignum. Þá nýtiru þér mikla eftirspurn í nokkra mánuði á ári, með hærri innkomu, en haft eignina þína í langtímaleigu hinn hluta ársins:

 • Þegar hæsta verðið fæst í ferðamannaleigu rekum við eignina fyrir þig í ferðamannaleigu
 • Þegar eftirspurnin frá ferðamönnum minnkar og lægsta verðið fæst fyrir eignina í ferðamannaleigu rekum við eignina í langtímaleigu.
  • Eða þegar heimagistingarleyfið er fullnýtt sjáum við um að breyta rekstrarforminu yfir í langtímaleigu.
 • Ráðgjöf um hvaða rekstrarform hentar eigninni best.
  • Eignaleigan býr til rekstraráætlanir fyrir eigendur.
  • Aðstoð við fjármögnunarmöguleika.
 • Traust innheimta á leigutekjum ásamt öryggi um að lagalega rétt skref eru tekin er varðar innheimtu á öllum stigum.
 • Sólarhrings viðgerðar- og viðhaldsþjónusta.
 • Eftirlit með eignunum þínum, ásamt sérstöku sumarhúsaeftirliti sem fæst á hagstæðara verði en öðrum býðst.
 • Fullur aðgangur að tengslaneti Eignaleigunnar, þar sem þú nýtur sömu afsláttarkjara Eignaleigan hefur byggt upp með áralöngum fasteignarekstri, hvort sem það er innbú, rekstrarvörur eða lögmannsþjónusta.
 • Hagstæð lán til allt að 12 mánaða frá Eignaleigunni.
 • Við förum yfir og skoðum eignirnar eftir hvern leigusamning, tökum myndir (og mögulega myndbönd) til sönnunar á ástandi eignanna.
 • Við fyllum út skýrslu um ástand eignar þegar leigjandi fer úr eign.
  • Eigandi og leigjandi fá afrit af skýrslu, myndum (og myndbandi).
 • Ef óskað er eftir, þá sendum við eiganda og leigjanda kostnaðaráætlun ef einhverjar skemmdir verða á eigninni sem þarf að laga.
 • Við endurgreiðum leigjanda tryggingarfé eða staðfestum við banka að ekki þarf að nota hluta af bankaábyrgð til að greiða fyrir skemmdir.
 • Við ræðum við eiganda og leigjanda ef við teljum þörf á að nota tryggingafé vegna viðgerða sem við teljum að sé ekki eðlilegt slit.
 • Við hreinsum og sinnum reglubundnu eðlilegu viðhaldi á eign milli leigjanda fyrir hönd eiganda (málum eign, spöstlum ef þarf og yfirförum önnur atriði).
 • Við skiptum um skrár á hurðum svo nýjir lyklar séu veittir nýjum leigjendum, sé óskað eftir því.
 • Við auglýsum eignina og komum henni aftur í leigu sem fyrst fyrir hönd eiganda.
 • Við bjóðum upp á og sjáum um viðhalds- og viðgerðarþjónustu.
 • Við höfum marga faglærða iðnaðarmenn sem hægt er að treysta fyrir viðgerðum og viðhaldsverkefnum.
 • Við vinnum í samræmi við óskir eiganda og fáum verkin unnin á sem hagkvæmastan máta, með samvinnu innanhúss aðila og faglærðra iðnmeistara.
 • Garðvinna og önnur utandyra störf:
  • Snjómokstur og annað eignatengt viðhald.
  • Tiltekt í kringum eignir – ruslatínsla og almenn garðvinna.
 • Sólarhrings viðgerðarþjónustusími.
  • Erum til taks fyrir okkar viðskiptavini allan sólarhringinn ef þarf að sinna viðgerðum sem þola enga bið.
 • Stærri verkefni: viðhald og/eða endurnýjun eigna:
  • Við sinnum verkefnaumsjón og stýringu á stærri verkefnum fyrir hönd eigenda.
  • Við komum með tillögur að því hvernig hægt er að hámarka innkomu af eigninni.
  • Sjáum um útboð í verkið og söfnum tilboða frá verktökum. Ráðleggjum hvaða tilboð er ákjósanlegast.
   • Við metum hvert verkefni fyrir sig, en oft er ekki ákjósanlegast að stökkva strax á ódýrasta tilboðið.
 • Eignaleigan sinnir allri innheimtu fyrir langtíma-, skammtíma-, og ferðamannaleigur.
 • Eigendur fá ítarlegar fjármála- og greiningarskýrslur, mánaðar- og ársskýrslur.
 • Við höldum utan um allt bókhald ef Eignaleigan sinnir innkaupum fyrir hönd eigenda.
 • Eigendum stendur til boða lán frá Eignaleigunni við kaup á innbúi, vörum eða kostnaðarsömum viðgerðum.
 • Eignaleigan getur bent á trausta endurskoðendur og bókara til að sjá um allt bókhald fyrir eigandann.
 • Við framkvæmum reglubundið eftirlit með eignum (að innan og utan) ef óskað er eftir.
  • Þá fylgjumst við með hvort það þurfi að sinna viðhaldi, bæði brýnar óvæntar viðgerðir sem og venjubundið viðhald.
 • Við tökum myndir og myndbönd af eignum fyrir og eftir hvern leigusamning til staðfestingar á ástandi eignar, og sendum eiganda og leigjanda afrit af öllum þeim gögnum.
 • Við sendum yfirlitsskýrslur til eiganda í kjölfar skoðana.
  • Bústaða- og heilsárshússeftirlit: Eignaleigan sinnir viku- og mánaðarlegum skoðunar- og eftirlitsferðum í bústaði og heilsárshús til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi.
   • Við gerum sérsniðinn gátlista með eiganda fyrir hverja eign um hvað þarf að skoða hverju sinni.
   • Við förum svo á staðinn, og athugum hvort allt sé í samræmi við forskrift gátlista eigandans (T.d. drögum fyrir glugga ef það hefur gleymst, athugum hvort það sé skrúfað fyrir vatn sem á að vera skrúfað fyrir, eða hvort allir gluggar séu lokaðir osfrv.).
  • Bústaða- og heilsárshússeftirlit er í boði fyrir alla.
   • Viðskiptavinir með eignir í rekstri hjá Eignaleigunni fá þó afslátt á þessari þjónustu.
 • Thor Lögmenn ehf. er reynslumikil og fagleg lögmannsstofa sem Eignaleigan vinnur mikið með og er þeim treyst til að leysa úr öllum ágreiningsmálum eða málaferlum ef þörf krefur, á sem farsælastan og hagkvæmasta máta.
 • Afsláttarkjör viðskiptavina Eignaleigunnar er 25% afsláttur á allri lögmannsþjónustu Thor Lögmanna ehf, hvort sem það snýr að fasteignamálum, skaðabótamálum, tryggingamálum, erfðamálum eða allri almennri lögmannsþjónustu.
 • Eignaleigan vinnur lögum samkvæmt og getur veitt eiganda greinargóða ráðgjöf er varðar leigu á eigninni og viðhaldi á henni.

Eignaleigan er ekki leigumiðlun. Eignaleigan er rekstrarfyrirtæki fyrir eigendur eigna sem geta ekki eða vilja ekki sjá um nánasta samband við leigjanda, eða sjá hag sinn í viðskiptasamböndum eða öðrum vildarkjörum Eignaleigunnar.

 • Eignaleigan vinnur samhliða Thor Lögmönnum ehf. þegar þarf að senda inn öll rétt gögn til að standa að útburði leigjanda samkvæmt lögum.
 • Eigendur eru mjög vel upplýstir í aðdraganda riftana leigusamnings og framgangi útburðar, og vita af öllum skrefum sem tekin eru gagnvart leigjanda.
 • Eignaleigan hefur samráð við lögreglu ef þess þarf.
 • Eignaleigan sér um alla innheimtu af leigjanda, sendir greiðsluaðvaranir og sér til þess að leiguinnheimtan sé send í löginnheimtu ef til þess kemur.
 • Leiga er greidd til eiganda eigi síðar en seinasta virka dag hvers mánaðar fyrir þann mánuð sem er að líða.
 • Eignaleigan sér um að rifta leigusamningum ef til þess kemur, til að vernda hagsmuni sína og eigenda.
 • Eigandi gefur Eignaleigunni fullt umboð til að skrifa undir leigusamninginn við leigjandann fyrir sína hönd.
 • Við staðfestum innflutningsdag við leigjanda og upplýsum eiganda um allt er innflutningsdaginn varðar.
 • Eignaleigan fer yfir leigusamninginn með leigjanda og skrifar undir fyrir hönd eiganda.
 • Við staðfestum fyrir hönd eiganda að öll skjöl hafi verið rétt undirrituð og af sannarlega réttum aðilum.
 • Við tökum myndir (og mögulega myndbönd) af eign til að færa sönnur á ástandi eignarinnar á afhendingardegi. Í kjölfarið fá bæði eigandi og leigjandi gögnin á tölvupósti.
 • Við staðfestum að leigjandi hafi lagt tryggingafé/bankaábyrgð fram, og afhendum ekki lykla að eign nema allar fjárhagslegar skuldbindingar sem krafist var fyrir leigusamninginn séu staðfestar.
 • Við skoðum öll gögn umsækjenda sem send eru vegna auglýsingar fyrir eignina.
 • Við gerum bakgrunnsskoðun til að staðfesta áreiðanleika tilvonandi leigjanda (Höfum samband við fyrri leigusala, getum óskað eftir áreiðanleikakönnun, hringjum í leigjandann o.fl.).
 • Við röðum leigjendum upp eftir viðmiðum Eignaleigunnar og sýnum eiganda þá sem okkur lýst best á.
  • Ef Eigendur hafa ekki kosið að gefa Eignaleigunni fulla umsjón með eigninni ræðum við fyrst við eigendur um hvaða leigjendur Eignaleigan myndi kjósa.
 • Við höfum samband við þá umsækjendur sem koma til greina og bjóðum að skoða eignina.
 • Eignaleigan hefur samband við þá umsækjendur sem urðu ekki fyrir valinu og lætur vita þegar eignin hefur verið leigð.
 • Við undirbúum eignina í lok hvers leigutímabils, svo hún er klár fyrir næsta leigutímabil. Þar ber að nefna eftirfarandi hluti sem eiganda býðst:
  • Þrif og hreingerning
  • Garðhreinsun og snyrting
  • Myndataka fyrir auglýsingar
 • Við setjum eignina inn á vefsíðuna okkar og mögulega aðrar vefsíður ef óskað er eftir því. Annars er boðið upp á að:
  • Búa til auglýsingar um eignina
  • Prenta út auglýsingar og koma í dreifingu
 • Erum alltaf til taks ef það koma spurningar um eignina.
  • Ef það koma upp spurningar sem við höfum ekki vitneskju um, staðfestum við upplýsingarnar við eiganda og höfum aftur samband við fyrirspurnaraðila.
 • Við tökum við símtölum og fyrirspurnum um eignina, ásamt því að sýna eignirnar þeim umsækjendum sem koma til greina sem leigjendur.
 • Við ræðum við eigendur um verð á sambærilegum eignum á sama/svipuðu svæði til að sem réttast leiguverð fáist fyrir eignina hverju sinni.
 • Ef við sjáum eitthvað sem hægt er að lagfæra með litlum tilkostnaði sem gæti skilað meiri tekjum bendum við eigendum á það.
 • Við ræðum við eigendur um kosti og galla á mismunandi leigufyrirkomulagi.
  • Hvað þarf að hafa í huga ef eigendur vilja leyfa dýrahald í leigueigninni?
  • Gæti eignin hentað í ferðamannaleigu?
   •  Hver yrði möguleg arðsemi af því rekstrarformi? 
 • Við getum boðið tvíþætt leigufyrirkomulag á eignum.
  • Þegar hæsta verðið fæst í ferðamannaleigu er eignin í ferðamannaleigu
  • Þegar minnsta eftirspurnin og lægsta verðið fæst fyrir eignina í ferðamannaleigu (eða ef heimagistingarleyfið er fullnýtt) er eignin sett í langtímaleigu.

Gjöld

Gildandi verðskrá hverju sinni og þjónustusamningur tilgreina hvað Eignaleigan býður viðskiptavinum sínum hverju sinni, en þar er að finna alla þá þjónustu sem Eignaleigan veitir. 

 • Almennir dráttarvextir gilda á öllum ógreiddum reikningum þegar Eignaleigan leggur út fyrir vörum eða þjónustu fyrir hönd eiganda og greiðslur tefjast umfram eindaga.
  • Eignaleigan getur dregið öll útgjöld sem voru greidd fyrir hönd eiganda af næstu mánaðarlegu leigugreiðslu, og sent eiganda alla reikninga.
 • Ef leigugreiðslum leigjanda seinkar, hefur Eignaleigan strax samband við leigjandann og gengur á eftir greiðslu. Eignaleigan sinnir innheimtu fyrir hönd eiganda.
 • Eignaleigan vinnur samhliða Thor Lögmönnum ehf. þegar þarf að senda inn öll rétt gögn til að standa að útburði leigjanda samkvæmt lögum.
 • Eigendur eru mjög vel upplýstir í aðdraganda riftana leigusamnings og framgangi útburðar, og vita af öllum skrefum sem tekin eru gagnvart leigjanda.
 • Eignaleigan hefur samráð við lögreglu ef þess þarf.
 • Tekur Eignaleigan að sér verkefnastýringu og eftirlit með stærra viðhaldi / viðgerðum?
  • Já, Eignaleigan heldur utan um og sinnir öllum samskiptum við verktaka fyrir hönd eiganda, til að tryggja að verkið vinnist á sem stystum og bestum tíma til að lágmarka þann tíma sem eignin er í viðhaldi.
  • Kostnaður verkefnastýringu er 10% af heildarkostnaði verkefnis.
 • Sér Eignaleigan um að óska eftir tilboðum í verk fyrir hönd eiganda?
  • Já, Eignaleigan óskar alltaf eftir tilboðum í öll verk sem við sjáum um. Viðmiðið okkar er þrjú tilboð eða fleiri í verkefni sem eru líkleg til að kosta 500.000kr eða meira.
 • Er Eignaleigan með góð kjör hjá iðnaðarmönnum og verktökum?
  • Já, við erum með góð kjör hjá iðnaðarmönnum sem við kjósum að vinna með, en útboðin sinna samt nauðsynlegu kostnaðaraðhaldi og sér til þess að hægt er að fara einungis eftir kostnaði ef eigandi kýs það. Við förum hinsvegar ekki einungis eftir verði í okkar mati á iðnaðarmönnum heldur horfum við mikið til áreiðanleika og hve vel þeirra tíma- og kostnaðaráætlanir hafa staðist áður.
 • Tekur Eignaleigan þóknun vegna viðskiptakjara?
  • Nei. Afsláttarkjör Eignaleigunnar fara beint til eiganda, enda fær eigandi frumrit allra reikninga þar sem afsláttur er tilgreindur ef nýtt eru viðskiptasambönd Eignaleigunnar.
 • Eignalegan er með staðlað í þjónustunni hjá sér að flokka viðgerðir eða minna viðhald sem kostar samtals minna en 25.000 kr m. vsk. í hverjum mánuði, á þann veg að ekki þarf að biðja um leyfi eða láta eiganda vita fyrirfram þegar farið er í viðhald/viðgerðir sem kosta undir 25.000 kr m. vsk.
 • Ef það t.d. brotnar stormjárn á opnanlegu gluggafagi, förum við og gerum við það. Eigandi fær svo senda skýrslu um hvað var gert og meðfylgjandi reikning fyrir útlögðum kostnaði og vinnu.
  • Auðveldlega er hægt að hafa þetta 0 kr og þá aðhefst Eignaleigan ekki neitt nema eigandi hefur verið látinn vita.
   • Dæmi: Viðgerð upp á 20.000kr m. vsk hefur farið fram og eigandi var ekki látinn vita, en seinna í sama mánuði kemur upp annað verk sem er áætlað 20.000kr m. vsk. Þá er eigandi látinn vita (þ.e.a.s. ef eigandi hefur óskað eftir því að viðmiðið sé lægra en 40.000kr / mánuði, á hverja eign) áður en eitthvað er gert í verki nr. 2 þennan mánuðinn.
  • Viðmiðið er hægt að sérsníða að þörfum hvers og eins, þó hámarkið verði þó aldrei meira en 50% af heildar mánaðarlegri innkomu af eignum eiganda sem Eignaleigan er með í umsjón
   • Dæmi: Eigandi er með 10 eignir í rekstri hjá Eignaleigunni, þar sem hver eign er með 100.000 kr/mánuði í leigutekjur. Samanlagður viðhaldskostnaður smærri verka án þess að biðja eiganda um leyfi fyrirfram til að fara í það viðhald gæti þá verið að hámarki 500.000 kr/mánuði.
 • Hefur Eignaleigan sitt eigið viðhalds- / viðgerðarteymi?
  • Já, Eignaleigan vísar þó bæði á meistaralærða fagaðila ef þörf er á, en býður líka eigendum upp á innanhúss aðila sem geta gengið í öll smærri störf.

Já það er ekkert mál, ef eitthvað kemur upp getur Eignaleigan greitt reikninga eða vörur fyrir eigandann og dregið frá næstu mánaðarleigu.

Eignaleigan sér um að auglýsa eftir nýjum leigjanda við lok leigusamnings að kostnaðarlausu ef eigandi segir ekki upp þjónustusamningnum. Samningur eiganda við Eignaleiguna endurnýjast sjálfkrafa.

Áður en nýr leigjandi er fundinn, eða auglýsing er birt af hálfu Eignaleigunnar, ræðum við þó við eigandann um mögulegt verð á næsta leigusamning ásamt því að heyra um framtíðarhorfur eiganda til eignarinnar.

 • Við stofnum ekki til óþarfa auglýsingakostnaðar. Eignaleigan er með eigin vefsíðu og auglýsir í gegnum hana, ásamt öðrum vefsíðum.
 • Ef við auglýsum annars staðar, þá er það gert í samráði við eiganda sem bæri kostnað af þeim auglýsingum. 
  • Það gæti komið til þegar við metum markhóp eignarinnar á þann veg að best sé að nálgast hann beint með öðrum leiðum en í gegnum internetið og okkar venjulegu leiðir.
 • Hvað kostar að fá Eignaleiguna til að sjá um að leigja eignina út og sjá um reksturinn fyrir mig?
  • Rekstrargjald Eignaleigunnar er 9,5%, án vsk fyrir flestar gerðir langtímaleigueigna. Annars vísast í gildandi verðskrá hverju sinni
  • Rekstrargjald eigna í skammtímaleigu er á bilinu 6%-9,5% án vsk. Annars vísast í gildandi verðskrá hverju sinni.
 • Er Eignaleigan leigumiðlari?
  • Nei, Eignaleigan er ekki Leigumiðlari. Við sjáum um allan rekstur eigna fyrir eiganda og bjóðum þeim að nýta sér okkar kjör sem við höfum náð fram með umfangi okkar í fasteignarekstri.
  • Leigumiðlanir innheimta andvirði 1-3 mánaðar leigu, fyrir utan virðisaukaskatt, fyrir það eitt að finna leigjanda að eigninni þinni.
  • Fyrir eignir í langtímaleigu tekur rekstrarþjónustu Eignaleigunnar að 1-3 ár að jafna kostnaðinn við það eitt að fá Leigumiðlun til að finna leigjanda fyrir þig. Ef leigusamningurinn er ekki endurnýjaður á þeim tíma
 • Kostar það mig eitthvað ef það tekur langan tíma að finna leigjanda? Þ.e. Þarf ég að borga eitthvað ef ég er ekki með neinar tekjur af eigninni?
  • Nei, ef þú færð ekki innkomu af eigninni fær Eignaleigan enga innkomu.
 • Er rekstarþjónustugjaldið sett upp svo það sé hvati fyrir Eignaleiguna að finna góða leigjendur?
  • Já, Eignaleigunni er í mun að finna sem áreiðanlegasta leigjendur að eignunum á sem hagstæðastri leigu, og til langs tíma svo eigandi og Eignaleigan verði fyrir sem minnstu raski og óþarfa áhættu.
 • Hvenær fæ ég leigugreiðslurnar frá Eignaleigunni?
  • Eignaleigan sinnir innheimtu fyrir hönd eiganda, og borgar leiguna í síðasta lagi á seinasta virka degi hvers mánaðar, fyrir mánuðinn sem er að líða.
 • Leigjandi er seinn í greiðslu – Hvað gerist?
  • Um leið og Eignaleigan sér að leigjandi er seinn í greiðslu er eigandi látinn vita.
  • Eignaleigan sér um alla löginnheimtu fyrir hönd eiganda. Komi til frekari innheimtuaðgerða sendir Thor Lögmenn ehf. út viðvaranir og innheimtubréf með tilheyrandi kostnaði fyrir leigjanda. Eigandinn er upplýstur um öll skref innheimtunnar ef greiðslur bregða út frá því er vanalegt telst.
 • Notar Eignaleigan Leigumiðlara?
  • Nei. Eignaleigan auglýsir eignir á eigin vefsíðu, og öðrum vefsíðum, nema eftir öðru sé óskað.
 • Er Eignaleigan með einkarétt á að auglýsa og að sjá um alla útleigu á eigninni minni?
  • Já, ef við eigum að sjá um rekstur eignarinnar þarf Eignaleigan að hafa fullt og óskipt umboð með útleigunni fyrir hönd eiganda.
 • Er hámark á fjölda sýninga sem Eignaleigan hefur fyrir hverja eign?
  • Nei, það er í hag Eignaleigunnar að finna sem besta leigjandann svo við sýnum eignirnar eins oft og þörf þykir, innifalið í rekstrargjaldinu.
 • Hvað er innifalið í skoðun á umsækjendum um eignina?
  • Eignaleigan fer yfir allar umsóknir og hefur samband við þá sem taldir eru bestu kostirnir.
  • Haft er samband við fyrri leigusala eða meðmælendur.
  • Ef þörf krefur, áskilur Eignaleigan sér rétt til að gera bakgrunnsskoðun á leigjanda, og er þá haft samband við Credit Info til að nálgast upplýsingar um leigjanda. Þetta er gert til að verja eiganda og Eignaleiguna fyrir mögulegum greiðsluerfiðleikum leigjanda sem geta haft í för með sér óvænt útgjöld.
 • Það er ekkert útleigugjald nema fasta mánaðarlega rekstargjaldið fyrir þjónustu Eignaleigunnar.
  • Við viljum bjóða eiganda að þurfa ekki að greiða stóran reikning fyrir að finna leigjanda og allri vinnunni sem fylgir því að reka fasteign, svo hægt er að hugsa útleigugjaldið í raun sem hluta af rekstargjaldinu.
 • Inn í rekstrargjaldi Eignaleigunnar er öll vinna við að auglýsa eignina, sýna eignina, fara í gegnum umsóknir, velja álitlegustu umsækjendurna, sjá til þess að tryggingaféð sé greitt, mánaðarlegar innheimtur og fjárhagsleg eftirfylgni, ásamt þrifum milli leigjenda, og viðgerðum milli leigusamninga.
 • Innifalið í rekstrargjaldinu er öll vöktun og móttaka á fyrirspurnum leigjenda utan skrifstofutíma og mat á hve áríðandi atriðin eru svo þú þurfir ekki að vera að vakta emailið þitt eða síma.
 • Rekstrargjaldið veitir þér einnig niðurgreitt sumarhúsaeftirlit ásamt aðgang að afsláttarkjörum samstarfsaðila okkar. Svona mætti lengi telja, en fyrir önnur sérstök atriði er vísað í gildandi verðskrá hvers tíma.
 • Uppsetning á reikning hjá Eignaleigunni kostar ekki neitt. Eignaleigan vinnur fyrir hönd eigandans og hagnast allir mest á því að góðir langtíma leigjendur finnast. Því kostar uppsetningin ekkert, né heldur vinnan á milli leigusamninga við að finna nýja leigjendur.
 • Nei, þóknun Eignaleigunnar miðast eingöngu út frá staðfestum og virkum leigusamningum.
 • Ef eignin er ekki í útleigu fær Eignaleigan enga þóknun.
 • Rekstur langtímaleigueigna
  • Samkvæmt verðskrá er rekstrargjald Eignaleigunnar er 9,5% af mánaðarleigunni, utan vsk., þó aldrei lægra en 7.500 kr án vsk. /mánuði.
   • Fáðu tilboð ef þú er með fleiri en eina fasteign eða ef eignin er stærri en 400 fermetrar að flatarmáli.
 • Rekstur Ferðamannaleigueigna (upphæðir án vsk).
  • Þjónustuleið 1: Einungis notaðar vefsíður sem sjá um innheimtu af gestum.
   • Rekstrargjaldið er 6% af innkomu eignar í hverjum mánuði.
  • Þjónustuleið 2: Eignaleigan sér um alla innheimtu af gestum (Booking.com t.d.)
   • Rekstrargjaldið er 9,5% af innkomu eignar í hverjum mánuði.
  • Þjónustuleið 3: Samanlagt leigutímabil er 9 mánuðir eða stytta á hverju ári
   • Rekstrargjaldið er 9,5% af innkomu eignar í hverjum mánuði.
 • Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar um verðskrá, eins og iðnaðarmenn eða bókhaldsþjónustu og fleira.

Fjármál og Greiðslur

 • Mánaðarleg yfirlit eru send út þar sem tilgreind er leiguinnkoma, ásamt öllum útgjöldum sem Eignaleigan hefur lagt út fyrir hönd eiganda í sama mánuði.
  • Yfirlit og skýrslur eru sendar á tölvupósti.
 • Sex mánaða og ársskýrslur eru sendar til eiganda þar sem eftirfarandi er tilgreint og tekið saman úr mánaðarlegu yfirlitunum:
  • Heildar leigutekjur, niðurskipt eftir mánuðum.
  • Heildar þóknun Eignaleigunnar, niðurskipt eftir mánuðum.
  • Kostnaðargreining á eignum svo hægt sé að meta arðsemi hverrar eignar fyrir sig eftir viðhald & viðgerðir.
 • Allir reikningar sem Eignaleigan greiðir fyrir hönd eiganda eru geymdir og sendir samdægurs eða daginn eftir til eiganda.
  • Eigandi getur fengið greiðsludreifingu á stærri reikninga.
  • Hægt er að fá reikninga hvers mánaðar dregna frá innheimtum leigutekjum hvers mánaðar.
  • Eignaleigan getur fengið reikninga skrifaða á kennitölu eiganda fyrir bókhaldið og mögulega endurgreiðslu virðisaukaskatts.

Eignaleigan getur bent á góða bókara og endurskoðendur sem hægt er að treysta að gefi góð og rétt svör.

 • Tryggingafé frá leigjanda
  • Bankaábyrgð frá viðskiptabanka Leigjanda er algengasta fyrirkomulagið.
  • Mismunandi eftir eigendum, en við getum innheimt það og geymt á vörslureikning Eignaleigunnar óski eigandi eftir því.
 • Hversu mikið er innheimt í tryggingarfé?
  • Greiðslufyrirkomulag Eignaleigunnar er að leigjandi greiðir 2 mánuði fyrirfram, og framvísar bankaábyrgð fyrir 1 mánuð í tryggingu.
  • Annars samkvæmt lögum er leyfilegt tryggingafé 1-3 mánaða leiga, en það er unnið í samvinnu með eiganda og fer eftir eignum. 
 • Eignaleigan staðfestir við eiganda innágreiðslu tryggingafés frá leigjanda.
 • Hversu fljótt er tryggingafé endurgreitt við lok leigusamnings?
  • Innan 4 vikna frá lokum leigusamnings. Oftast nær samstundis ef allt er í lagi við afhendingu eignar í lok leigusamnings.
   • Ef talið er að skemmdir séu á eign við lok leigusamnings er gerð krafa í tryggingaféð innan 4 vikna frá lokum leigusamnings, og áður en tryggingaféð er endurgreitt.
 • Hver eru mörkin fyrir því að ganga í tryggingafé?
  • Gott er að reikna með almennu sliti á eigninni á hverju leigutímabili. Ef leigutímabil hefur verið langt, eða þegar nokkur leigutímabil hafa liðið, er mjög líklegt að þurfi að mála eignina þó það sé hægt að spastla og bletta eign ef um eitthvað smávægilegt er að ræða. Tryggingaféð er ekki hugsað til þess að greiða fyrir málningu á eigninni ef það er hreinlega kominn tími á að “fríska upp á” eignina.
  • Annars er mjög mikilvægur hluti af þjónustu Eignaleigunnar að taka myndir af eigninni fyrir og eftir hverja útleigu svo bæði eigandi og leigjandi hafi myndir og myndband af eigninni til staðfestingar á ástandi.
   • Ef það eru vankantar sem Eignaleigan veit af í eigninni áður en leigjandi tekur við henni segir Eignaleigan leigjandanum frá því við skoðun, en annars hefur leigjandi 2 virka daga eftir afhendingu og skoðun á eigninni að benda á eitthvað sem yfirfórst við skoðunina og er sannarlega ekki hans sök.
 • Hvenær er leigan greidd til eiganda?
  • Eignaleigan greiðir eigandanum leiguna á seinasta virka degi mánaðar, fyrir liðinn mánuð.
 • Hvernig er greitt til eiganda?
  • Millifærsla á bankareikning eiganda, þar sem tilgreint er hvaða eign(ir) er verið að greiða fyrir.

Viðgerðir & Viðhaldsþjónusta

 • Það er mismunandi eftir eignum, en hér eru dæmi um spurningar sem eigandi þarf að gera upp við sig hvort verði tilgreint í leigusamningnum við leigjandann:
  • Er ætlast til að leigjandi sjái um að slá grasið ef garður er við eignina?
  • Skiptingar á perum og álíka minniháttar verk er ætlast til að leigjandi geri.
  • Má leigjandi hengja upp myndir? Ef svo, þarf hann að spastla og bletta í eða mála við lok leigutíma?
  • Fleiri svona spurningar þarf eigandinn að gera upp við sig hvort verði tilgreint í leigusamning.
 • Nei. Eigandi einn, eða Eignaleigan sér um að ráða viðgerðarmenn til að sinna viðhaldi.
 • Nei. Eignaleigan gerir það ekki og mælir ekki með því að það sé gert.
  • Ástæðan er sú að eigandi getur orðið skaðabótaskyldur ef leigjandinn fellur t.d. úr stiga og slasast við að sinna viðhaldi sem eiganda ber að gera. Leigjandinn gæti fengið rafstuð eða jafnvel flætt eignina ef leigjandinn fer í að gera við pípulagnir – Hver ber þá ábyrgðina? (Eigandinn að öllum líkindum).
 • Já að sjálfsögðu. Allt sem Eignaleigan gerir fyrir hönd eiganda er niðurbrotið á reikning svo það sjást allir liðir sem rukkað er fyrir.
  • Ef Eignaleigan greiðir reikning fyrir hönd eiganda fær eigandi afrit af upprunalega reikningnum.
 • Það er aldrei farið inn í eignir til þess að sinna viðhaldi án þess að eftirfarandi hafi átt sér stað:
  • Leigjandi hefur að öllum líkindum haft samband við Eignaleiguna og látið vita af einhverju atriði sem þarf að huga að.
  • Eignaleigan hefur samband við eiganda og lætur vita að verktaki eða viðhaldsteymi Eignaleigunnar muni fara í ákveðna eign til að sinna viðhaldi/viðgerðum. Ef fullt umboð er til staðar er Eignaleigunni frjálst að sleppa þessu ef ekki næst í eiganda, ef viðgerðin er innan gefinna útgjaldamarka sem eigandi ákveður.
  • Næst er haft samband við leigjanda til að láta vita hvenær áætlað er fara í viðhaldið/viðgerðirnar.
 • Aldrei er farið inn í eign til að sinna viðhaldi/viðgerðum nema búið sé að ræða við leigjandann sem er með eignina á leigu hverju sinni.
 • Eignaleigan er með bein samskipti við meistaralærða pípara, smiði, rafvirkja, málara og múrara.
  • Allir verktakar okkar eru meistaralærðir og hafa sannað gildi sitt með góðum vinnureglum, sanngjörnum taxta og réttri tímaskráningu.
  • Tímaáætlanir þeirra fyrir verkin hafa ávallt staðist þegar Eignaleigan hefur unnið með þeim sem er lykilatriði í vali Eignaleigunnar á samstarfsaðilum.
 • Verktakar gefa út reikninga í samræmi við verkin sem þeir taka sér fyrir, en Eignaleigan getur lagt út fyrir reikningum eiganda kjósi hann það en þá fær eigandi ávallt afrit af reikning verktakans til staðfestingar á heildarupphæð frá verktaka.
  • Eignaleigan getur lánað eiganda ef kemur til kostnaðarsamra viðgerða.
 • Já, Eignaleigan sinnir öllum smærri viðgerðum og útköllum sjálf til að lágmarka kostnað eiganda. Við metum þó alltaf hvert tilvik fyrir sig og fáum iðnmeistara í ákveðin verk og nýtum þá leið oft ef við sjáum að hagsmunum eiganda sé sem best varið á þann veg.
 • Teymið okkar er til taks fyrir okkar viðskiptavini allan sólarhringinn, allt árið.
 • Eftirlitskerfi Eignaleigunnar er á þann máta að sinnt er mánaðarlegum, hálfs árs og árlegum skoðunum á eignum, allt eftir því hve náið eftirlit eigandi vill hafa með eignunum.
  • Eigandi velur skoðunarleið og fær reglubundnar skýrslur í samræmi við þá leið sem farin er.
  • Við skoðun er staðfest að eignin sé í góðu lagi, eða komið með ábendingar á því hvar möguleg þörf á viðhaldi getur komið fram á næstu mánuðum.
 • Eignaleigan kýs að vinna með aðilum sem taka mark á og vilja sinna fyrirbyggjandi viðhaldi, þar sem það er margsannað að gott fyrirbyggjandi viðhald á eignum lágmarkar rekstrarkostnað og hámarkar arðsemina til langs tíma. Skammtímalausnir eru kostnaðarsamar fyrir eiganda og geta einnig valdið óþarfa ónæði hjá leigjanda ef kosið er að “plástra” ástandið í stað þess að takast almennilega á við það á réttum tíma.
 • Leigjandi hefur samband við Eignaleiguna símleiðis ef eitthvað kemur upp á (sjá dæmi um neyðartilvik hér að neðan).
 • Þegar neyðartilvik koma upp þar sem leigjandi hefur samband við Eignaleiguna er eigandi alltaf látinn vita strax í kjölfarið.
  • Ef ekki næst í eiganda getur Eignaleigan séð um að ganga í málið til að sjá til þess að viðgerð sé framkvæmd strax ef þörf er á.
   • Neyðartilvik geta verið:
    • Pípulögn brestur og vatn flæðir um íbúðina um helgi eða seint að kvöldi til, eða á vinnutíma ef því er að skipta.
    • Bílskúrshurðaopnari bilar og hurð lokast ekki.
    • Leigjandi læsist úti eða týnir lyklum.
     • Leigjandi greiðir fyrir þessi útköll, ásamt fyrir gerð nýs lykils.
  • Í kjölfar viðgerðar er eiganda send skýrsla um hvað var gert ásamt reikning og útlögðum kostnað.
 • Allar beiðnir um viðhald eða viðgerðir eru sendar á tölvupósti frá leigjanda til Eignaleigunnar, sem eru áframsendar til eiganda. Þá fær eigandi strax vitneskju um stöðu eignarinnar og hvað þarf að gera.
 • Viðgerðir sem þola ekki bið og eru tilkynntar eftir skrifstofutíma símleiðis, eru skráðar niður og haft samband við Eiganda um málið.
 • Eignaleigan vinnur þannig að leigjandi á ekki að þurfa að senda beiðni um viðgerð oftar en einu sinni. Viðhaldi á að vera sinnt strax, hvort sem það er Eignaleigan sem sér um það eða aðrir aðilar á vegum eiganda.

Eftirlitsskoðanir á fasteignum

 • Ef eigendur í viðskiptum við Eignaleiguna eiga aðrar eignir ekki í rekstri hjá Eignaleigunni er engu að síður hægt að óska eftir reglubundnum eftirlitsskoðunum á þeim.
  • Þetta hentar vel eignamiklum aðilum eða fyrirtækjum svo hægt sé að lágmarka eða fyrirbyggja tjón með því einu að sinna reglubundnu eftirliti.
 • Bústaðaskoðanir og eftirlit
  • Eignaleigan sinnir skoðunum og eftirliti með bústöðum og/eða heilsárshúsum sem viðskiptavinir þess eiga, fyrir lægra gjald en öðrum býðst.
  • Eigandi þarf ekki að vera í viðskiptum við Eignaleiguna til að geta keypt þessa þjónustu.
  • Eftirlitsskoðanirnar eru unnar í samráði við eigendur, þar sem gerður er gátlisti með leiðbeiningum um hvað skal skoðað og staðfest að sé í lagi, eins og t.d. að hurðir og gluggar séu læstir ásamt fleiru sem eigandi óskar að sé haft eftirlit með.
  • Ef Eignaleigan rekur bústaði/heilsárshús í ferðamannaleigu fyrir hönd eiganda er þetta einfaldara í sniðum þar sem stöðug umferð er um eignina og því fæst vitneskja mjög fljótt ef eitthvað bjátar á eða ef þörf er á úrbótum.
 • Utanhússskoðanir eru oftast framkvæmdar á 3 mánaða fresti, en það fer eftir eigninni og óskum eiganda um eftirlit. Hægt er að vera með aukið eftirlit um vetur ef t.d. miklar snjókomur geta valdið því að niðurföll stíflist og vatn geti þá lekið inn, eða ef þarf að óska eftir snjómokstri svo hægt sé að komast að eigninni ofl. þessháttar.
  • Í utanhússskoðunum eru skoðaðir hlutir eins og:
   • Þakrennur og niðurföll – Eru þau stífluð? (laufblöð, snjór ofl þh.)
   • Gluggar – Kominn tími á viðhald?
   • Þak – Hvernig er ástandið á þaki?
   • Garður – Þarf að slá grasið, klippa tré eða önnur garðverk
   • Ásamt fleiri atriðum sem eru skoðuð.
 • Innanhússkoðanir eru framkvæmdar á 1, 3,  6 og 12 mánaða fresti, eftir því hvað eigandi vill hafa mikið eftirlit með eigninni. Þó eru 12 mánuðir hámarks tími á milli þess sem Eignaleigan telur að eigendur eiga að láta líða á milli þess sem við skoðum eignina.
  • Þá er haft samband við leigjanda og fundinn tími til að sannreyna að ekkert óeðlilegt slit hefur átt sér stað.
 • Eigandi fær senda skýrslu um skoðunina þegar hún hefur farið fram. Þar er staðfest að ástandið sé í lagi, eða bent á ef eitthvað telst óvanalegt í eigninni.
  • Í innanhússskoðunum eru skoðaðir hlutir eins og:
   • Reykskynjarar – eru þeir í lagi?
   • Gluggar – Eru einhverjir lekar?
   • Leka- eða rakavandamál innan íbúðar?
   • Staðfest að stærri heimilistæki sem fylgja íbúð séu í lagi (Ofn, ísskápur ofl.)
   • Rafmagnsmál – Hefur leigjandi lent í einhverju veseni með rafmagnstengla eða annað tengt rafmagni
   • Ásamt fleiri atriðum

Eignaleigan tekur myndir (og mögulega myndbönd) af eignum í byrjun og lok hvers leigusamnings, og fá eigendur og leigjandi afrit af þessum myndum. Þetta er gert til að allir aðilar hafi sem ítarlegastar upplýsingar um ástand eignarinnar við afhendingu og móttöku frá leigjanda.

Ákvörðun og Innheimta leigu

 • Eignaleigan tilkynnir eiganda strax og leigugreiðslu hefur seinkað frá leigjanda og sér til þess að innheimtubréf er sent til leigjanda.
 • Eiganda er ávallt haldið mjög vel upplýstum ef leigugreiðslu seinkar, og er haldið mjög vel utan um allar seinkanir á leigugreiðslum, öll samskipti við leigjanda er varða greiðsluerfiðleika svo hægt sé að rekja öll samskipti með auðveldum hætti.
 • Eignaleigan sinnir allri innheimtustarfsemi, en færir hana yfir til Thor Lögmenn ehf. ef fara þarf í löginnheimtu. Eigandi ber ekki kostnað af löginnheimtunni nema ef engar kröfur nást, en þá er löginnheimtukostnaðurinn dreginn af því tryggingafé sem er til staðar.
  • Þess ber að geta að áður en farið er í löginnheimtu hefur málið þónokkurn aðdraganda og eigandi er alltaf vel upplýstur um stöðu mála. Ef eigandi kýs að nota önnur innheimtufyrirtæki er frjálst að gera það, en Thor Lögmenn ehf. hefur traust og gott orðspor og kýs Eignaleigan að vinna með þeim.
 • Eignaleigan greiðir leiguna til eiganda í lok hvers mánaðar til að hafa svigrúm til innheimtuaðgerða ef greiðslu seinkar. Eignaleigan innheimtir allan kostnað sem hlýst af greiðslutöfum frá leigjanda ef innheimta næst fyrir greiðsludag leigunnar frá Eignaleigunni til eiganda.
 • Eignaleigan sendir greiðsluseðil í heima- / fyrirtækjabanka leigjanda sem greiðir inn á reikning Eignaleigunnar til vörslu.
  • Eignaleigan greiðir leigu til eiganda í síðasta lagi seinasta virka dag hvers mánaðar fyrir mánuðinn sem er að líða.
 • Endurskoðun leiguverðs fer eftir því hvort leigusamningur sé tímabundinn eða ótímabundinn. Leiguverð getur verið endurskoðað við lok leigusamnings ef hann er tímabundinn.
 • Leiguverð er alltaf vísitölutryggt, nema um annað sé samið, eins og er stundum gert í styttri leigusamningum.
 • Leigan er ákvörðuð í samráði við eiganda og er tekið mið af sambærilegum eignum á sama svæði sem þjóna svipuðum tilgangi, en þeirri undirbúningsvinnu sinnir Eignaleigan svo eigandi þarf ekki að gera það.
 • Eignaleigan framkvæmir reglubundnar skoðanakannanir til að mæla væntingar leigjenda til leiguverðs sem og væntingar eigenda til leiguverðs og notar það til ákvörðunar leiguverðs ásamt öðrum mælikvörðum.

Markaðssetning og skoðun leigjanda

 • Má umsjónaraðili sækja um leigu fyrir hönd einstaklings?
  • Já, ef umsjónaraðili getur sýnt fram á að sá hinn sami hafi fullt umboð til þess fyrir hönd einstaklingsins sem mun nýta sér eignina.
   • Hinsvegar verða allar upplýsingar um einstaklinginn sem mun hafa afnot af eigninni að fylgja, svo hægt sé að hafa samband við viðkomandi ef þarf að skoða eign eða gera annað sem viðkemur eigninni.
 • Má annar aðili en umsóknaraðili búa í eigninni?
  • Meginreglan er sú að áframleigur eru ekki leyfðar í eignunum, en það fer eftir kröfum eiganda. Það má ekki t.d. leigja eign og áframleigja til ferðamanna því það er háð leyfum frá bæði Reykjavíkurborg og eiganda sérstaklega. 
   • Ef leigjandi verður uppvís að leigubroti sem þessu ver Eignaleigan rétt eiganda til hins ítrasta, og leigusamning er rift samstundis, að undangenginni ráðgjöf til eiganda vegna málsins.
  • Ef annar en umsóknaraðili mun hafa not af eigninni skal umsóknaraðili tilgreina hann, en það er umsóknaraðilinn sem ber ábyrgð á allri umgengni, og bera alla ábyrgð eins og hann værir sjálfur með afnot af eigninni.
 • Þetta hljómar kannski sem fín hugmynd, en í raun er það ekki endilega svo góð hugmynd. Við sérhæfum okkur í að reka eignir fyrir eigendur og þar með talið að velja bestu leigjendurna í eignirnar hverju sinni. Við kjósum því að fá að sinna okkar starfi til hins ítrasta svo eigandinn fullnýti líka þá þjónustu sem hann er að greiða fyrir.
 • Eigandi getur haft meðvitaða eða ómeðvitaða fordóma sem hafa áhrif á val hans á leigjendum. Það er ólíklegt að það geti haft áhrif út á við, en okkur er umhugað að vernda orðstír Eignaleigunnar sem óháðum og faglegum aðila, og því viljum við sjá alfarið um val á leigjendum.
 • Það er ekkert mál að senda upplýsingar til eiganda um þá leigjendur sem við teljum vera álitlegasta, en þá er hann að eyða tíma í vinnu sem hann í raun er að borga okkur til að sinna.
 • Það er alltaf hætta fyrir hendi með leigusvik ýmiskonar, en til dæmis gæti  óprúttinn aðili reynt að afrita auglýsingar frá Eignaleigunni, auglýsa þær annars staðar, brjótast inn í eignina og hitta mögulega leigjendur, til að svíkja svo út úr þeim t.d. tryggingafé eða annað. Þetta er að sjálfsögðu langsótt, en er alltaf möguleiki að geti gerst og því er gott að hafa hugsað fyrir því áður.
  • Vernd Eignaleigunnar fyrir leigusvikum sem þessum hér að ofan er sú að við auglýsum nær einvörðungu á okkar eigin vefsíðu. Þegar við auglýsum annars staðar, þá er áhugasömum vísað á okkar eigin vefsíðu til að senda okkur umsóknina. Því fara allar fyrirspurnir beint til okkar svo leigjendur og eigendur eru öruggir með að verið sé að tala við rétta aðila.
  • Önnur leigusvik og algengari eru ef aðilar eru að villa á sér heimildir eða greiðslugetu til að komast inn í eign, því það getur reynst erfitt að losna við leigjanda skjótt ef undirritaður leigusamningur liggur fyrir. Það kemur sér illa fyrir eiganda og Eignaleiguna, svo við vöndum mjög valið þegar leigjendur eru valdir.
  • Við staðfestum skilríki umsækjenda og berum saman við umsóknina sem liggur fyrir vegna leigunnar.
  • Eignaleigan óskar alltaf eftir meðmælum fyrri leigusala og haft er samband við þá áður en endanleg niðurstaða liggur fyrir.
  • Við óskum eftir staðfestingu á atvinnu í mörgum tilfellum.
  • Eignaleigan áskilur sér rétt til að skoða leigjendur hjá Credit Info til að meta fjárhagslegan áreiðanleika.
 • Já, Eignaleigan tekur ekki eignir úr auglýsingu fyrr en það er búið að staðfesta leigusamning á þá eign skriflega og tryggja fjárhagslega (greiða tryggingafé og annað sem við á).
 • Eignaleigan tekur ekki eignir frá fyrir mögulega leigjendur, heldur er staðan metin út frá þeim gögnum sem liggja fyrir hverju sinni fram að undirritun leigusamnings.
  • Á sama tíma áskilur Eignaleigan sér rétt til að taka hæsta boði fram að undirritun leigusamnings og fjárhagslegum tryggingum, svo lengi sem hæsta boð komi frá aðila sem uppfyllir kröfur Eignaleigunnar.

Við viljum ekki bara finna leigjendur, við viljum varðveita leigjendur. Með því að halda góðu sambandi við leigjandan, verða samskiptin auðveldari, umgengnin með sem besta móti, og greiðslurnar öruggari. Góð varðveisla leigjenda er gulls ígildi.

 • Við svörum spurningum og beiðnum leigjenda innan sólarhrings. Við ætlumst til þess að eigendur sem við vinnum með sinni öllum viðgerðum eins fljótt og auðið er til að tryggja að leigjandinn sé ánægður með þjónustuna.
 • Við höfum reglulega samband við leigjandann til að heyra hvort hann sé ánægður með eignina, biðjum hann um álit hans á eigninni og okkar vinnu. Við erum ekki í þessu til að hafa bara samband við hann þegar hann þarf að borga leigu eða við þurfum gera við eitthvað í eigninni.
 • Svo erum við með önnur atriði sem við gerum fyrir leigjendurna sem hjálpar okkur að varðveita góða leigjendur.

 

 • Við reynum að koma því fyrir að sýna eignir til mögulegra leigjanda á sama deginum, 1x í viku, en að sjálfsögðu erum við mjög sveigjanleg með það til að gera okkar besta og leigja eignina sem fyrst út.
  • Viðmiðið “1x í viku” er hugsað til að lágmarka ónæðið fyrir leigjandann sem er mögulega ennþá að búsettur í eignina verður fyrir.
 • Við höfum samband við leigjandann sem er að fara úr eigninni, ef viðkomandi er ennþá með afnot af eigninni.
  • Við förum á leit við viðkomandi leigjanda að hafa snyrtilegt svo hægt sé að sýna eignina með góðri samvisku.
 • Ef enginn er í eigninni skoðum við hana fyrir sýningu til að staðfesta að ástandið á henni sé í lagi til sýningar. Við þrífum eignina ef hún er í umsjón hjá okkur áður en við leigusamningurinn rennur út, annars er þrifgjald ef óskað er eftir því að við tökum við eign, þrífum hana og sjáum svo um leiguna á henni. Ef eigandi gerir 12 mánaða samning (Miðast við 12 útleigða mánuði) við Eignaleiguna varðandi þessa ákveðnu eign þarf ekki að greiða fyrir þrifin.

Öllum fyrirspurnum um eignir er svarað innan sólarhrings á virkum dögum, eða á mánudegi ef fyrirspurn berst um helgi. Ef fyrirspurnin berst á skrifstofutíma er svartíminn nánast samstundis.

Eignaleigan auglýsir á eigin vefsíðu, og notar aðrar fríar auglýsingasíður líka. Við vinnum með eiganda til að koma auglýsingunni til sem réttasta og besta markhóps, og veitum ráðgjöf hvar væri gott að auglýsa eignina í tilvikum sem við sjáum að okkar eigin vefsíða er ekki besti kostur.

Ávinningur í samstarfi með Eignaleigunni

 • Minna stress
  • Í langtímaleigu myndum við fjarlægð á milli eiganda og leigjanda, svo eigandi þarf aldrei að hitta leigjendurnar nema hann óski eftir því. Við sjáum um öll samskipti við leigjanda, en sum samskipti við leigjendur geta skapað kvíða hjá eiganda.
  • Eigendur þurfa aldrei að eiga von á því að fá símtöl um miðja nótt vegna neyðartilvika, standa í innheimtu, bera fólk út úr eignum, fara í gegnum tugi/hundruði leiguumsókna, fylgjast með því hvort leigan sé komin inn á bankareikning og önnur pappírs- eða viðgerðarvinna sem er í kringum útleiguna.
 • Meira frelsi
  • Eigandinn getur ráðstafað fríi og vinnu eins og hann vill þar sem hann hefur fagaðila sem sér um allan rekstur á eigninni.
  • Engin þörf er á að eigandinn búi á Íslandi. Ísland getur verið góður fjárfestingarkostur, og því margir sem sjá hag sinn í því að fjárfesta hér þó þeir búi ekki á Íslandi.
 • Sinntu þinni kjarnastarfsemi – Góð fyrirtækjalausn
  • Fyrir fjárfesta og fyrirtæki er tíma þeirra oftast betur varið í að sinna kjarnastarfseminni frekar en að reka fasteignirnar sem vinna fyrir þá til að stuðla öryggi og eignamyndun. Eignaleigan er því góður kostur fyrir fyrirtæki og fjárfesta til að sjá um rekstur eigna þeirra, hvort sem það er langtímaleiga eða ferðamannaleiga, eða blanda þessara tveggja rekstrarleiða.
 • Við getum veitt ábendingar og hugmyndir um hvað gæti aukið virði eignarinnar ef eigendur hafa hug á því að selja eða endurfjármagna eignina til að kaupa aðra, eða til þess að fá hærri leigu. Eignaleigan ber sameiginlegan hag með eigendum að innkoman á öllum eignum í hennar rekstri sé með sem besta móti.
 • Eignaleigan býður viðskiptavinum sínum að nýta viðskiptanet sitt og nálgast þannig löggilta iðnaðarmenn, eða aðra innanhúss-iðnaðarmenn sem vinna fyrir Eignaleiguna og sinna viðhaldi og viðgerðum á hagstæðu verði.
 • Innanhúss-iðnaðarmennirnir geta gengið í hin ýmsu smáatriði sem þarf að laga í kringum húsnæði, oftast einnig með skömmum fyrirvara.
 • Eignaleigan er með víðtækt net af fagaðilum og endurskoðendur og bókarar eru þar engin undantekning.
  • Eignaleigan býður sínum viðskiptavinum hagkvæma þjónustu bókara og endurskoðenda.
  • Einnig er hægt að óska eftir að Eignaleigan safni tilboðum í bókhald og endurskoðun fyrir hönd eiganda á sama máta og gert er með útboð í verkefni til iðnaðarmanna.
 • Já, það að leigjandi hafi samskipti við fagaðila sem rekur eignina fyrir hönd eiganda myndar ákveðið bil á milli eiganda og leigjanda.
 • Við innheimtu þarf eigandi ekki að ræða beint við leigjandann heldur sinnir Eignaleigan því.
 • Gagnvart leigjanda er Eignaleigan að sinna sínu starfi ef þarf að innheimta gjöld, hækka leigu eða annað sem eiganda gæti þótt óþægilegt að standa í.
  • Eignaleigan hefur ekki umboð til að lækka eða semja um leigugreiðslur eða önnur gjöld fyrir hönd eiganda. Eignaleigan er fagaðili sem sinnir rekstri eignarinnar og gætir þess að öll gjöld séu greidd skv. fyrirliggjandi samningum.
 • Leigjandinn er líklegri til að veita hlutlausara mat og umsögn á eigninni þar sem hann er ekki að gefa umsögnina beint til eiganda.
 • Leigjanda getur fundist þægilegra að ræða við Eignaleiguna ef þarf að gera eitthvað varðandi eignina, þar sem hann þarf ekki að ræða beint við eigandann.
 • Eignaleigan sér til þess að ganga á eftir hlutum ef eigandi er að draga það að gera við hluti sem þarf að gera við á eigninni svo leigjandi þarf ekki að standa í því.
 • Ef þarf að rifta leigusamning, og/eða bera út leigjanda sér Eignaleigan um það fyrir hönd eiganda, og gerir það í réttum löglegum skrefum, nema eigandi óski eftir að sjá um það sjálfur.
 • Ef eigandi kýs að segja upp leigusamning, ræðir eigandi við Eignaleiguna og Eignaleigan tekur viðeigandi skref og sér til þess að rétt sé staðið að uppsögninni.
 • Eignaleigan hefur viðamikla reynslu í útleigu eigna, veit hvað ber að varast, og hefur reynslu af því að velja góða leigjendur.
 • Öruggari leigugreiðslur með skilvirkri eftirfylgni og innheimtu. Eigandi fær strax að vita ef Leigjandi er seinn með greiðslur, en þarf ekki að standa í innheimtunni sjálfur eða vakta bankareikninginn og bíða greiðslunnar. Hann er mjög vel upplýstur um stöðu mála og látinn vita þegar greiðsla kemur inn á reikning Eignaleigunnar ef seinkun verður á leigugreiðslu.
 • Þú þarft ekki að fara yfir tugi eða hundruði umsækjenda – Eignaleigan fer í gegnum allar umsóknirnar og velur þá sem hún telur henta best hverri eign, sinnir bakgrunnsskoðun ef þörf þykir og lætur þá sem ekki koma til greina vita þegar eigninni hefur verið komið í útleigu.
 • Af hverju ég að treysta Eignaleigunni til að velja bestu leigjendurna?
  • Það er Eignaleigunni (og eiganda sérstaklega) í hag að að finna góða leigjendur sem leigja til langs tíma, þar sem það getur kostað töluverða vinnu og tekjutap á milli leigusamninga, ásamt öðrum beinum kostnaði við hverja skiptingu á leigjanda (nýjar skrár í hurðir, viðgerðir og málningarumferð(ir) á íbúðina ofl.).
  • Ef Eignaleigan velur leigjendur sem ganga illa um, borga seint og illa, eða eru með ónæði, eykur það vinnu Eignaleigunnar og óánægju eigandans sem stofnar viðskiptasambandi Eignaleigunnar og eigandans í hættu, ásamt framtíðar viðskiptasamböndum vegna slæms umtals um þjónustu Eignaleigunnar.
 • Hætta er á að ef eigandi er ekki kunnugur nýjustu húsaleigulögum hverju sinni, og þeim lagalegu úrræðum til að verja hans hag, að rangar ákvarðanir séu teknar þegar á reynir, fyrir utan þann tíma sem eigandi þarf að eyða í að kynna sér húsaleigulög og viðurlög. Eignaleigan vinnur náið með Thor Lögmönnum ehf., sem nýtist eiganda í ákvarðanatöku og öllum rekstri er varðar eignina hans. Þetta þýðir fyrir eigandann: 
  • Réttustu ákvarðanir teknar hverju sinni á sem skemmstum tíma
  • Óvissa lágmörkuð ef koma upp vafaatriði
  • Hann eyðir engum tíma í óþarfa
 • Styttri tími án leigjanda. Eignaleigan aðstoðar við eftirfarandi atriði sem geta haft áhrif á hversu lengi tekur að ná leigjanda.
  • Bæta og undirbúa eignina fyrir útleigu
  • Bera saman við sambærilegar eignir, svo besta mögulega verðið sé í boði.
   • Of hátt verð og eigandi bíður of lengi með að lækka (Dæmi: Það tekur 200þús kr. eign 20 mánuði að borga til baka tapið ef verðið er 10þús kr of hátt fyrir markaðinn og íbúðin stendur tóm í 1 mánuð.)
    • Dæmið hér að ofan í tölum:
     • Ósveigjanleiki og tregða við að leigja á 210þús, eigandi bíður í 1 mánuð þar til leigan er lækkuð niður í 200þús kr.
     • Leigist út á 200þús kr
     • Tap í leigu: 1 mánuður = 200þús kr.
   • Of lágt verð og það getur tekið eiganda jafnvel lengri tíma en 1-2 ár að vinna það tap til baka, sérstaklega ef um ótímabundinn samning er að ræða. 
 • Aðstoð við markaðssetningu eigna.
  • Ef Eigandi kýs að notast við aðrar leiðir aukalega við þau auglýsingarúrræði sem Eignaleigan notast við, þá vinnum við alltaf með eigandanum. Eignaleigan getur séð um að senda auglýsingar inn á aðra miðla ef við teljum að eignin henti markhóp sem nýtir sér ekki okkar vefsíður til að leita að eignum. Þetta vinnum við samhliða eiganda svo hann er fullupplýstur um hvernig eignin er auglýst, hvar hún er auglýst og hvort það verði einhver kostnaður af auglýsingum utan vefsíðna Eignaleigunnar áður en sá kostnaður kemur til.

Load More