Um okkur

Eignaleigan rekur fasteignir og veitir ráðgjöf um hvaða leiguform er hagkvæmast. Við sérhæfum okkur í fasteignarekstri, veitum viðskiptavinum okkar lán og afsláttarkjör hjá sérvöldum fyrirtækjum, ásamt því að manna allt viðhald á eignunum. Viðskiptavinum okkar býðst einnig niðurgreitt sumarhúsaeftirlit allt árið.

Við erum fagaðilinn sem passar upp á eignina þína eins og hún væri okkar eigin á meðan þú gerir annað, hvort sem það er að sinna fjölskyldunni, vinnunni eða ferðast um heiminn. Ef eitthvað kemur upp varðandi fasteignina, förum við í málið og getum lagt út fyrir reikningunum ef þú óskar eftir því.

Eignaleigan einfaldar þér lífið.

EIGENDUR

Eignaleigan er rekstrarþjónusta fyrir fasteignir á mjög hagkvæmu verði. Mánaðarlegar rekstrarskýrslur gefa fulla yfirsýn yfir reksturinn. Ekki hafa áhyggjur af hvernig skal manna eða sinna viðgerðum og viðhaldsvinnu, þú þarft aldrei að hitta leigjendur eða gesti, eða standa í innheimtuaðgerðum. Þú ræðir einungis við okkur, við gerum hlutina rétt.
Eignaleigan sér um allt fyrir þína hönd, allan sólarhringinn.

Ertu með spurningar?

Skoðaðu algengar spurningar

Skoða